- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XXXV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XXXV —

19—22 ára gömlum skólapilti, sem lagði mikla stund á nám
sitt og lítið næði virðist hafa haft til þess háttar starfa í því
margmenni, sem var á Bessastöðum. Flest, nær allt, er þetta
þó frá veru hans þar, en fátt virðist gert heima á Steinsstöðum,
enda hefir annríkið ekki verið minna þar, við heyskap og aðra
algenga sveitavinnu. — Hann niinnist þó oft í kvæðum sínum
frá síðari æviárum sveitaveru sinnar og sveitalífsins með
ánægju. Sjá t. d. Vorvísurnar hans, bæði þá, sem hann orti
síðasta vorið, er hann lifði (I. b., bls. 143—46), og minnzt var
á áður, og eins erindin um „vorið góða, grænt og hlýtt", sem
að nafninu til eiga að vera þýðing af smákvæði eftir Heine.
Það lifnar yfir honum, þegar hann hugsar til vorsins heima, og
kveðandin verður svo létt og fjörug, að hugur lesandans
bregð-ur ósjálfrátt á leik. Það er ekki af neinni tilviljun, að hann
þýðir smákvæðið, sem er í I. b. á bls. 218—19; ætli að honum
hafi ekki komið í hug æskustöðvarnar þá? — Eða kveðjan,
sem hann sendi heim „með gamla Fjölni" vorið 1844, sonettan
gullfagra (I. b., bls. 133). Um likt leyti verður til
„Sláttuvis-an" hans, og „Dalvisan", sem getið var áður (I. b., bls. 130—
32). Endurminningarnar frá æskuárunum heima setjast að
honum og vekja honum ljóð á tungu, þar sem hann dvelur langt
frá ættjörð og æskustöðvum. Þrátt fyrir alla óblíðu
náttúr-unnar þar á æskuárunum varð hann einmitt þar snortinn af
fegurð hennar, og hugur hans bundinn órjúfandi ást til
henn-ar, þeirri ást, sem laðaði hann á fullorðinsárunum til að sökkva
sér niður í rannsókn á náttúrunni. „Vorblómin — — — um
dali og f jöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig 1 e n g i átt
að vin", sagði hann á sumardagsmorguninn fyrsta 1842, þegar
hann bað drottinn leyfa sér „enn að una eitt sumar við
nátt-úruna".

Það er vert að athuga nánar í þessu sambandi, hve nær og
hvar fyrstu kvæðin hans eru ort.

Vísan hans um „dalabóndann í óþurknum" (I. b., bls. 153),
sem er næst-fremst í ljóðakverinu frá skólaárunum, er
senni-lega frá óþurkasumrinu 1826 og ort heima á Steinsstöðum. Þá
er spurning um fremsta kvæðið, „Batteriski syndarinn" (I. b., bls.
5—7), hvort það muni ekki ort áður, því að vafalaust er það
ort syðra. Hann virðist hafa ritað flest kvæðin í kverið í röð
eftir aldri beirra, en sennilega hefir hann verið búinn að yrkja
öll fyrstu kvæðin þar áður en hann ritaði þau í það, og er ekki
alveg víst, að hann hafi ritað þau öll í nákvæmlega réttri
ald-ursröð. Sé „Batteriski syndarinn" ortur fyr en „Dalabóndinn",
er hann sennilega frá því snemma sumars 1826, áður en Jónas

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free