- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LIX —

Sviðholti, Konráð Gislason, Magnús Eiríksson, Geir Bachmann
o. fl., en Tómas hafði lokið embættisprófi í guðfræði 17. Janúar
veturinn áður, og var nú farinn til Suðurlanda. Halldór
Einarsson, Torfi Eggertsson (Eggertz), Þórður Jónasson, Þorsteinn
Helgason og Baldvin Einarsson voru þá einnig í Höfn, en
thorsteinn fór heim þegar um haustið, og Baldvin lenti i bruna
skömmu fyrir árslokin og dó 9. Febr. næsta ár. — E. fr. voru þá
i Höfn þeir Þorgeir Guðmundsson, sem þá var forseti
Hafnar-deildar Bókmenntafélagsins, og próf. Finnur Magnússon,
leynd-arskjalavörður. — Kaupmannahöfn var þá smábær í
saman-burði við það, sem hún er nú, heilli öld síðar; taldist þá ekki til
hennar nema gamli bærinn, sem nú heitir, er var innan
viggirð-inganna (varnargarðanna) *). Fólksfjöldi var um 118 þúsundir.
Bæjarbragur var þar þá auðvitað einnig að ýmsu leyti mjög
frá-brugðinn þvi, sem nú er hann orðinn.

Aður en Jónas gæti náð inngöngu í háskólann og orðið
aðnjót-andi styrks og Garðvistar, varð hann sem aðrir að leysa af hendi
aðgöngupróf (examen artium), bæði skriflegt og munnlegt,
sam-kvæmt reglum, sem settar höfðu verið um það, meðan hann var
á leið út, 31. Agúst. Gekk hann undir próf þetta begar um
haust-ið, í Októbermánuði, og hlaut 1. einkunn (laudabilis) sem
aðal-einkunn. Hann fékk ágætiseinkunn i döns’kum stíl (Udarbejdeise
i Modersmaalet), 2. einkunn i latneskum stil og grísku (sömul.
grislcu fyrir hebresku), en 1. einkunn i öllum hinum
námsgrein-unutn. Sjá prófvottoroið, fskj. 4. Hefir hann verið einhvern
veg-inn óheppinn, að hann skyldi ekki fá ágætiseinkunn í þeim
náms-greinum, sem hann var bezt að sér í, stærðfræði og
flatarmáls-fræði. Reykjavíkur-vist sinni á landfógetaskrifstofunni mun hann
hafa átt að þakka ágætiseinkunnina í dönskum stíl. Þá einkunn í
þeirri námsgrein höfðu einungis 3 islendingar hlotið áður, Asgeir
Stadfeldt, Þórður Sveinbjörnsson og Lárus Sigurðsson.**) —
Prófið hefir sennilega staðið yfir um 2 vikur og þvi verið lokið
um 20. Okt., því að vottorðið er dagsett 22. Það er gefið af
hinum nafnkunna heimspekis-prófessor Sibbern (f. 1785, d. 1872),
þáverandi formanni heimspekisdeildar háskólans. ***)

*) Sbr. frásögn T. Sæm. í Bréfum lians, bls. 14: „Uppi á
borg-arveggjunum tók ég’ mér túr daglega, því þatS er ómissandi til aS
fá sér frískt loft, en baS er eigi sem bezt hérna niSri í bænum. Þeir
eru vel breiSir og allir skógi plantaöir, en djúpt dýki grafiö alls
sta8ar fyrir utan, og lig’gja yfir þaö steinbrýr út af hverju
borgar-hlitSi".

**) Sbr. ævis. J. Sig., eftir Pál E. Ólason, I., 144.

***) Um próf þetta sjá Guöfræ’ðingatal H. Þorst., bls. 3—7, ævis.
.T. Sig., bls. 141—44, og Bréf T. Sæm., 17—19 og 23—31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free