- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXIV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXIV —

þá nokkuð að ráði við lögfræðisnámi, þótt sennilegt sé, að hann
hafi sinnt því eitthvað framan-af. Fara litlar sögur af honum
fyrri hluta vetrarins, en umsóknin frá 5. Nóv. 1835 og meðmæli
náttúrufræðiskennaranna með henni frá 30. s. m. sýna, að hann
hefir þegar fyrstu veturna lagt stund á náttúrufræði. Konráð
segir einnig í æviminningu Jónasar, að þegar hann hafi lokið
undirbúningsprófunum, þá hafi hann byrjað að stunda lögvísi,
„og er óhætt að segja, að hvorki sú vísindagrein, eða nokkur
önnur, var honum ógeðfelld, en þó var hann hneigðari íyrir
annað, og var það ríkara, svo hann dróst algerlega frá
lögvís-inni; las hann þá einkanlega skáldskaparrit, og stundaði
með-fram náttúrufræði, sér í lagi náttúrusögu; lék honum mest
hug-ur á að kynna sér eðli og ásigkomulag ættjarðar sinnar".

En síðari hluta vetrarins að minnsta kosti tók við nýtt
um-hugsunarefni, auk lögfræðisnáms og náttúrufræði. Hann og þeir
vinir hans, Brynjólfur Pétursson og Konráð Gislason, vildu fara
að gefa út tímarit Islendingum til fróðleiks og skemmtunar,
enda var þá ekkert tímarit gefið út á íslenzku, nema Skírnir,
sem var mestmegnis „útlendar fréttir". Þeir þrímenningarnir
sendu út boðsbréf, dags. 1. Marz 1834. Þar komast þeir m. a.
svo að orði: „Höfum við í hyggju að nota hérveru okkar og
allan þann bókafjölda, sem mönnum berst í hendur í
höfuðborg-inni, til að semja árlegt tímarit, sem ekki verður bundið við
neitt, nema það, sem skynsamlegt er og skemmtilrgt — eftir því,
sem við höfum bezt vit á um að dæma — hvaða efnis, sem það
annars vera kynni". Var hér í allmikið ráðizt af 3 óþekktum og
efnalitlum námsmönnum, en hugurinn bar þá hálfa leið, þrá
beirra að verða þjóð sinni að sem mestum notum; og meðvitund
þeirra um, að ekki myndi skorta hin andlegu efnin, kom fari
þeirra á flot. — Það var engan veginn tilgangur þeirra
þrí-menninganna að spilla fyrir Skírni; 15. Marz var Jónas kjörinn
félagi í Bókmenntafélaginu, eins og áður er sagt, en hinir voru
báðir í því; Brynjólfur í stjórn Hafnardeildar.*) Um vorið, í

*) í nr. 27 í 4 bl. br. 1 hrs. Bmf. er frumrit (uppkast) með
hendi Jónasar af skuldabréfi, sem hann hefir ætlað að fá eSa
fengitS Jóh. Gudmann, kaupmanni, er átti verzlun á Akureyri; ]>að
er þannig-: Undertegnede tilstaar herved at være bleven Herr
Grosserer J. Gudmann skyldig’ 30 — tredive •— Rigsbankdaler, Bom
min Svoger, Thoraas Asmundsen paa Steinstad i indeværende
Som-mer har at betale efter Løfte i bemeldte Herr Gudmanns Handel
paa Øfjord med gode islandske Handelsvarer. — Skulde denne
Be-taling imod Formodning udeblive, forpligter jeg mig’ til at holde
min Kreditor i alle Maader skadesløs og afgøre denne Gæld her
paa Stedet i næstkommende Efteraar. — København, den 12. April
1834. J. Hallgrimsen, stud. juris.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free