- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXXXII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXXXII —

þegar greiddur síðasti fjórðungur styrksins fyrir það ár, sbr,
II. b., ’bls. 18—19. Hann kvaðst í bréfinu hafa ákveðið í samráði
við kennara sína að ganga undir próf í steinafræði og jarðfræSi,
og mætti því ekki verja tímanum til annara starfa en
undirbún-ingsins. Það er að svo stöddu óvíst, hvaða daga þetta próf hefir
átt sér stað, en sjálfsagt hefir Jónas lokið því á tilteknum iima,
í lok April-mánaðar, enda hefir hann látið þess getið í bréfi fcil
séra Tómasar um sumarið. I bréfi, sem séra Tómas skrifar
honum aftur 9. Ag., kemst hann svo að orði um það og greinarnar
í Naturhistorisk Tidsskrift: „Það var þó betra en ekkert, að bú
lézt reyna þig í náttúruvísindunum og hefir látið sjá á prenti
nokkuð af uppgötvunum þínum frá í fyrra; ber það með sér
vandvirkni þína, og er prýðilega frá því gengið". Þess verður
hvergi vart, að Jónas hafi látið reyna sig i nokkrum öðrum
greinum náttúrufræðinnar eða leyst nokkuð próf af hendi siðar..
Þessar greinar voru þær, sem hann lagði einna mesta stund á,.
voru hans sérgreinar. Um meistarapróf (Magisterkonferens)
gat þá ekki verið að ræða í þessum fræðum, náttúruvisindum;:
það komst ekki á fyr en 10 árum síðar, 1848.

Um likt leyti og Jónas sendi þessa umsókn sína, samdi hann
aðra umsókn til fjármálastjórnarinnar („rentukammersins"),.
en sendi hana bó ekki; er hún nú í nr. 13. í abr. í hrs. Bmf. Hún cr
að upphafi nær eins og umsóknin frá næsta ári, sbr. II. b., bls. 20
—22, en frá efri greinaskilum á bls. 21 tekur við bað, sem hér er
á fskj. 9. Hann ætlaði að fara heim og undirbúa frekari
rann-sóknir á dýralífi landsins og jarðfræði, en sérstaklega rannsaka
fiskveiðarnar, annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, bæði
verk-fræðilega og sögulega, og jafnframt að vetrinum auka á
þekk-ing manna heima í þessum efnum með alþýðlegum fyrirlestrum.
Þvi miður varð ekkert úr þessum skynsamlegu fyrirætlunum, og
er ekki ósennilegt, að það hafi strandað á dauflegum
undirtekt-um, munnlegum. En 3 árum síðar fór hann þó að vinna að
rann-sókn fiskveiðanna, sbr. II. b., bls. 64 og 67, og e. fr. V. b., bls..
93—95.

Fjölnir, IV. árg., átti að koma út um vorið að réttu lagi,
Jónas gåt ekki gefið sér mikinn tíma til að rita neitt handa
honum. „Gunnarshólmi" var til. Hann ritaði einnig dálitla grein
um skirnarfontinn, sem Bertel Thorvaldsen sendi áleiðis frá
Róm til íslands 1833, en strandað hafði í Höfn (Fjölnir, IV.
árg., bls. 28—34; hér II. b., bls. 263—66). E. fr. átti hann þátt
í greininni um Thaddæus Kosciuszko í sama árg.; að nokkru
leyti var hún eftir Konráð, eins og flestar greinarnar í I. árgr
og greinin um indverskt hallæri í II. árg. (sbr. Fjölni, IX. árg.,.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free