- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXXXIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXXXIX —

Magnússon, einn nefndarmanna, frá því, að nefndin væri búiir.
að semja spurningar til presta og sýslumanna, og skyldi prenta
þær. Þær eru í IV. b., bls. 207—15, m. aths., og hefir Jónas
sam-ið þær, og sennilega einnig bæði hin fyr-nefndu bréf, að mestu
leyti sjálfur, enda eru frumrit hans enn til. Bréfin hafa verið
dagsett 30. Apríl, rúmri viku eftir þennan siðari fund, og siðam
verið prentuð og send heim, ásamt spurningunum. Biskupi var
jafnframt skrifað, 8. Mai,*) og hann beðinn að veita aðstoð
sína til að fá málinu framgengt. Skrifaði hann umburðarbréf
til allra prófasta 5. Júní og bað þá uppörfa prestana „til að
gefa góðfúslega þær umbeðnu upplýsingar, svo greinilegar,
full-komnar og áreiðanlegar, sem þeim er mögulegt", o. s. frv.

Finnur Magnússon hafði verið kjörinn forseti á
ársfundin-um 27. Marz, því að séra Þorgeiri hafði verið veitt prestakail
úti á Lálandi 1. Jan., Gloslunde og Græshave, sem landar nefndu
þá Glólund og Grashaga á islenzku. Vildu beir nú heiðra hann
með skilnaðarveizlu og var hún haldin á kongsbænadaginn, f
jór-um dögum eftir þennan siðari fund í Bókmenntafélaginu. Þá
var nú svo sem sjálfsagt, að Jónas yrði að spretta úr spori á
skáldfáknum, enda lagðist hann það ekki undir höfuð, sízt er
vinur hans átti í hlut. Hann orti skemmtilegt skilnaðarkvæði til
séra Þorgeirs (I. b., bls. 59—61), kvæði, sem að nokkru leyti,
einkum upphafið, var hið hugljúfasta Ijóð til að fagna sumrinu,
er gengið hafði i garð daginn áður. Vel hafði honum tekizt að
koma orðum að fögrum lýsingum á náttúrunni íslenzku í
kvæð-inu til Pauls Gaimards og ekki tókst honum nú miður,
þegar-hann vildi með fám orðum draga upp mynd af náttúrunni á
Lá-landi, lýsa þvi, hvernig þar væri umhorfs, begar vinir séra
Þor-geirs færu að sækja hann þar heim:

Þegar lauf skrýðir björk,

þegar ljósgul um mörk

rennur lifandi kornstanga móða,

þá mun farið af stað,

þá mun þeyst heim í hlað

til hans Þorgeirs í lundinum góða.

En Jónas féllst einnig á að búa til fyrir þetta tækifæri Iítið
ljóð fyrir minni íslands (I. b., bls. 59). Honum mun hafa
fund-izt óþarft að útlista dýrð þess í löngu máli fyrir þeim hóp:

*) Þann dag var einnig skrifað stiftamtmanni og
amtmönn-um um málið og þeim og sennilega öörum, er hlnt. áttu aS máli,.
send hin prentuðu bréf og spurningar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free