- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CVIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XCVIII —

sóknir sínar, skýrslur og athuganir sínar og annara, sbr. III. b.T
"bls. 125—35, m. aths. Heldur hann þessu áfram fram-yfir
miðj-an Mai um vorið og er ýmislegt á þessum athugasemdum hans
að græða í náttúrufræðislegu tilliti. En að öðru leyti verður
séð af bréfum hans til Steenstrups, fjármálastjórnarinnar og
Konráðs Gíslasonar, 1.—6. Marz, hvað hann var að starfa
fyrstu mánuði ársins, einkum í náttúrufræðislegum efnum, og
var það aðallega dýrafræðislegar rannsóknir, fugla- og
íiska-fræði. Hann getur um eftirgrennslanir sínar um fiskveiðarnar
í Faxaflóa (II. b., bls. 64 og 67), og nokkrum dögum síðar, 15.
s. m., skrifaði hann fyrirspurnir sínar um fiskveiðar, sem
prent-aðar eru hér í IV. b., bls. 93—95. Var hann hér að framkvæma
nokkuð af þeim fyrirætlunum sínum í þessum efnum, sem hann
var kominn á fremsta hlunn með að sækja um styrk til að
hrinda í framkvæmd 3 árum áður (sbr. bls. LXXXII og fskj. 9).
— Hann var einnig að hugsa um rannsóknir sínar á
brenni-steinsnámunum sumarið 1839. Hann hafði um haustið (14. Okt.)
sent fjármálastjórninni bráðabirgða-uppástungur um umbætur á
starfrækslu þeirra, svo sem áður var getið (sjá bls. CVII og
II. b., bls. 50—52); nú (6. Marz) sendi hann
fjármálastjórn-inni áætlun (dags. 10. Febr. s. á.) um þann arð, sem gera mætti
ráð fyrir, að námarnir gætu gefið. Hefir sú ritgerð ekki verið
prentuð hér sérstök, þvi að hann hefir felt hana inn í ritgerð
sina um námana, sjá IV. b., bls. 55—61, m. aths. Þess skal
þeg-ar getið, að fjármálastjórnin sendi þeim Jap. Steenstrup og
Schythe bessa áætlun Jónasar með bréfi sínu 10. n. m. (Apríl),
og jafnframt bráðabirgða-uppástungur hans um umbætur á
starfrækslu námanna, og óskaði eftir að fá álit þessara
visinda-manna á báðum þessum erindum. Svöruðu þeir 16 s. m. og
féll-ust á uppástungurnar i öllum aðalatriðum, en héldu að eins, að
erfitt kynni að verða að fá heppilegan eftirlitsmann með
námu-greftinum (sbr. IV. b., bls. 60, neðst), töldu óþarft að gera
boranir í kalda náma, sem tæmdir hefðu verið (sbr. s. st., bls.
62), og hefir Jónas tekið tillit til þeirrar athugasemdar, bætt
við síðustu málsgreininni i þeirri grein (3.), sem hljóðar um
þetta í uppástungunum, eins og hann hafði þær í
brennisteins-ritgerðinni (sbr. s. st., bls. 63); og enn fremur réðu þeir
Steenstrup frá að nota sand til að þekja með ofheita náma (sbr. s. st.,
4. gr.), og tók Jónas tillit til þess einnig. Við áætlunina gerðu
þeir ekki heldur neinar verulegar athugasemdir, töldu þó, að
vinnulaun við bræðsluna myndi réttara að áætla 1000 dali (sbr.
bls. 57 s. st., II., 3. a.), viðhaldskostnað brennisteinshúsanna 100
dali (i stað 50), og hefir Jónas fallizt á það (bls. 59 s. st., 15.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free