- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXLVI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXLVI—

væntanlega tímarit heima, en þeir hinir, sem ætluðu að standa
að því með honum, brugðust sumir, svo að ekkert varð úr
út-gáfu þess.*) Séra Tómas hafði þannig fengið þeim félögum
sínum i Höfn nægt efni í einn árgang af Fjölni, eða jafnvel
tvo, fyrir 1840 og 1841, eins og hann lagði niður fyrir þeim í
bréfinu til Konráðs. Höfðu þeir nú fengið ágætt verkefni til að
hefja útgáfustarfsemi sina og halda áfram Fjölni. Séra Tómas
hafði óskað, að útgáfu ritgjörða hans yrði ekki frestað, og að
þær yrðu prentaðar sérstaklega, ef bær yrðu ekki gefnar út í
Fjölni. Nú vildu félagsritamenn kosta að sínu leyti prentun
rit-gjörðarinnar um verzlunina, eins og áður var tekið fram, en
ekki vera með í að gefa út Fjölni; var þá það ráð tekið, að gefa
ritr-’örðirnar út sérstakar, og komu þær út um sumarið.**) Þá
var séra Tómas látinn. Enginn árgangur af Fjölni var
prentað-ur þetta ár, og næsta vetur, 1841—42, virðist ekki heldur hafa
verið neinn undirbúningur undir neina útgáfustarfsemi, en
ein-hver fundahöld kunna að hafa átt sér stað. Lagaskráningin
hafði farið út um þúfur, þegar sundrungin varð veturinn áður,
og fundargerðir höfðu engar verið bókaðar. Þannig voru
ástæð-urnar, er Jónas kom aftur til Hafnar haustið 1842.

Það er víst lítill efi á bví, að fundurinn 3. Desember átti
sér stað fyrir það, að nú var Jónas kominn aftur. A þessum
fundi voru 9 félagsmenn, en nú voru þeir 13 alls í Höfn. Var nú
bókuð fundargjörð og kjörin ný laganefnd, þeir Gisli
Magnús-son, sem var þá formaður félagsins, og Grimur Thomsen og
Brynjólfur. Fundabókin er til***) og hefir verið prentuð í
Eim-reiðinni, 32.—33. árg. — Að viku liðinni var næsti fundur; var
þá lesið upp lagafrumvarp nefndarinnar, og var það 7 stuttar
greinar. Urðu þegar ákafar umræður um 1. greinina; þóttist
Grimur ofurliði borinn, vildi ekki rita undir fundargjörðina og
sagði sig úr skriflega 2 dögum siðar. Enn var haldinn fundur
eftir viku, 17. Des., og rætt um næstu greinarnar. Kom æ betur
í Ijós, að frumvarpið var of-ófullkomið, og var samþykkt, að
hætta við að lesa það og ræða, unz búið væri að umbæta það;
þá sagði Brynjólfur sig úr laganefndinni, og voru þeir Jónas

*) Sveinbjörn Egilsson gefur nokkra skýring á því, 1 bréfi til
Jóns Sigurðssonar 28. Febr. 1841, hvers vegna svo fór; þeim
félög’-um séra Tómasar leizt ekki á alþingiskenningar hans. Sbr. ævis.
J. Sig., II., 20.

**) Þrjár ritgjörðir: 1. Um hina íslenzku kaupverzlun, 2. Um
alþing, 3. Um Hugvekju hra. Johnsens, kostaSar og út gefnar af
17 íslendingum. K.-höfn. 1841. — Sbr. e. fr. Tím. Bmf. XII., 44—43.

***) Sbr. Tím. Bmf. XII., 49 o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free