- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
83

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 83 —

þó löngum að fara ofan-sjávar til að ná andanum.
Af skriðdýrum finnast þar skjaldbökur
(Skild-padder), krókudílar, sæormar, og öll hin
marg-breytta froska-ætt. Fjöldi skorkvikinda lifir alla
ævi sína í vatninu; þó eru hin miklu fleiri, sem hefja
sig í loft upp, skamma stund, einungis til að æxla
þar kyn sitt og deyja, en höíðu þó miklu lengur alið
aldur sinn í vatninu og verið þar maðkar og
út-klekingar, áður en þau urðu að flugum. í vatninu
lifa framt að því öll lindýri, hringdýri,
skelj-ungar og jarðfætlingar (zoophyta) og má svo
kalla, að ekki nema einstaka tegundir þessara fjögra
flokka hafi villzt upp á þurlendið. Fornir spekingar
segja því, að allt, sem jörðin elur, finnist líka í
sjón-um, og þar að auki margt, sem hvergi sé annars
staðar. („quicquid nascatur in parte naturœ ulla et
in mari esse; prœterque multa, quce nusquam alibi".
Plin., lib. IX., c. 11.).

Af öllum þeim fjölda, sem lifir i vötnunum, eru
samt fiskarnir lang-merkastir. Enginn dýraflokkur
ríkir þar svo auðsjáanlega; öngvum eru vötnin eins
eðlilegur og ómissandi bústaður; að öngra fjölda,
fögr-um lit og margbreyttu sköpulagi dáumst vér annað
eins; og, umfram allt, eru þeir mönnunum miklu
nytsamari en aðrar sjóskepnur; og svo mikið kveður
að fiskunum, að flest önnur sjódýri hafa fengið nafn
eftir þeim. Það er því eigi sjaldgæft, að fornir
rit-höfundar, og jafnvel menn á vorum dögum, sem ekki
eru náttúrufróðir, kalli allt saman fiska, bæði hvali,
lindýr og skeljunga. Hægt er samt að greíða úr þessu
nafnarugli, því fiskaflokkurinn er einn af þeim, sem

6*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free