- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
138

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 138 —

hefir verið sagt um flóð og fjöru, til þeirra atburða,
sem oss eru bezt kunnir og mest forvitni á að geta
þekkt grandgæfilega og reiknað oss til fyrirfram. Vér
viljum skýra frá, hve nær háflóð komi með nýju tungli
og fullu í höfnum vorum á íslandi og við strer<dur
landsins, þar sem vér þekkjum bezt til; svo skal og
greina, hvað sjávarföll verði þar mest og minnst að
öllum jöfnuði, eður hve mikið sjór hækki þar á
millum flóðs og fjöru með stórstraumi og smástraumi. —
Fýsi nokkurn að setja á sig sjávarföll við
íslands-strendur á fleirum stöðum en hér eru tilgreindir, væri
það að vísu allfróðlegt verk og i mörgu tilliti
æski-legt, og hið sama er að segja um strauma; en til
þess þarf elju og aðgæzlu og áreiðanlegt
hádegis-merki eður sólskífu, og sigurverk svo gott, að ekki
skjátli sjáanlega að minnsta kosti á tveim
dagsmörk-um; enn fremur þarf þvergníptan klett vel merktan í
þumlungatali við sjávarströndina, eður og staur á
hagkvæmum stað, merktan á sama hátt. Svo má og
þess geta, að nákvæmlega þarf að setja á sig, hvar
tungl kvikni þann dag, sem athugað er um
kveik-ingu. Ef t. a. m. tungl hefir kviknað um miðjan
morg-un, þá er það um sólarhádegi orðið 3V4 gr. aftur úr,
og kemur því ekki á hádegisbaug fyr en rúmum
þrem mínútum seinna en sólin, og verður þvi að
taka tillit til þess, þegar á að fastsetja timann, er
háflóð komi á hverjum stað með nýju tungli. Aftur
þegar svo stendur á, að tungl er beint í sólstefnu
eður jarðstefnu i sama mund og það kemur á
hádegis-baug um dag eður nóttu, það er að skilja, þegar tungl
kviknar um sjálft hádegi eður miðnætti, má telja
það-an frá til næsta flóðs án nokkrar leiðréttingar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0350.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free