- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
162

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 162 —

1. ættar þessa, 6., ættbálks, og eru þar taldar sömu 3 tegundir
og hér, og e. fr. strandlóa (ch. squatarola, L.). — 1.—5. 1. a.
n. II. kyn er 2. ættkvísl þessarar sömu ættar i Fugl. — Bls. 46.
III. og IV. kyn sömul. 3. og 4. ættkvísl lóuættarinnar i Fugl., en
„önnur ættkvísl: Hegrungar" er þar 4. ætt af þessum ættbálki,
vaðfuglunum, og greinist þar í 2 ættkvíslir, skúfhegra, sem er
s. s. V. kyn hér, og sefhegra, sem Jónas getur ekki um; nefnir
B. Sæm. 2 tegundir af þeim, sem hér hefir orðið vart við. ■—
1.—10. 1. a. n. „Þriðja ættkvísl: Spóungar", sem hér kallast, er
3. ætt, stelkaætt, i Fugl., en fyrsta kynið, „VI. kyn: íbar",
telst þar til annarar ættar, storkaættarinnar, 5. ættar af
vað-fuglunum. Tegundin, sem Jónas nefnir hér og kallar bjúgnef
eða iba, er þar nefnd svartibis. — „VII. kyn: Spóar" *) er 3.
ættkvisl 3. ættar (stelkaættarinnar) og taldar eins og hér 2
teg. i Fugl., sömu tegundirnar, en 2. teg. nefnd stóri spói á
islenzku (sbr. stor(e) Spove á dönsku, storspove á norsku og
storspov á sænsku) og numenius arcuatus (L.) á latínu, sbr.
bls. 66 hér: „Nefboginn spói (numenius arquata"). •— Svo ßem
hér (bls. 46, 4. 1. a. n.) má sjá, hefir Jónas síðar álitið, að þessi
„nefbogni spói" væri sennilega sama tegundin og numenius
arcticus, Briss., og kallar hann því „norðspóa". ■— „VIII. kyn:
S’trandvepjur". I Fugl. eru þær 3 tegundir, sem Jónas telur
hér til þessa kyns, taldar til 5. ættkvislar 3. ættar, og e. fr. 2
aðrar; kallast þær dilatita og spóatíta, og ættkvislin titur; 3.
teg. hér kallast þar á latínu tr. canutus, L.**) — Nafngjafar:
„Illig.", Johann Karl Wilhelm Illiger, þýzkur
náttúrufræðing-ur (1775—1813); „Temm.", Konrad Temminck, hollenzkur
nátt-úrufræðingur (1778—1858); „Lac.", Bernard Germain Étienne
de la Ville-sur Illion, greifi af Lacépéde, frakkneskur
náttúru-fræðingur og stjórnmálamaður (1756—1825); „Briss." og
„Lath.", sbr. bls. 41 og 44, m. aths.; „Brünn.", Morten Thrane
Brünnich, danskur náttúrufræðingur (1737—1827). — Bls. 47.
„IX. kyn: Sanderlur" er 6. ættkvisl 3. ættar i Fugl., og „X. kyn:
Stelkar" er 1. ættkvisl, enda er ættin þar kennd við þá; „XI.
kyn: Jaðrekur", er „4. ættkvisl Jaðrakanar"; eru nefndar i

*) Svo er ætfö stafaö, eftir framburöi, en réttara myndi aS
rita spófar.

**) Þaö mun hafa veriö Johann Georg Gmelin yngri, þýzkur
ferSalangur og náttúrufræöingur (1709—1755), sem nefndi
lóu-þrælinn og rauðbrystinginn þeim lattnunöfnum, sem Jónas hefir
(t. alpina og t. Islandica), og átti Gmelin þá raunar viö þessa
fugla 1 sumarham þeirra; Linné nefndi þá. erolia alpina og erolia
(eSa einnig tringa) canutus.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0374.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free