- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
167

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 167 —

sem er 2. ættkvisl sömu ættar. — Bls. 52, 2. 1., „Klumbunefja"
er oft nefnd „klumba" (latnefni), en venjulega álka. — 3. 1.,
„Geirfugl"; hann var enn lífs, er Jónas skrifaði fuglatal sitt,
en árið 1844 var síðasta parið drepið, svo kunnugt sé með fullri
vissu; var það í Eldey. Talið er, að geirfuglinn hafi að síðustu
átt heima á Geirfuglaskerjum fyrir Reykjanesi, en að þau
heim-kynni hans hafi eyðilagzt í gosinu þar 1830 (sbr. IV. b., bls. 169).

— Kristján Guðmundsson frá Deild á Akranesi, nú skósmiður í
Reykjavik, álitur, að stór fugl, er hann fór höndum um einn dag
sumarið 1892 i lóni hjá Knarrarnesi á Mýrum, hafi verið
geirfugl, en Kristján var þá drengur og sá ekki mynd af geirfugli
fyr en löngu síðar. — í ehr. af skránni, sem er á bls. 52—53,
vantar 15. kyn (og nafnið á hinu 14.); eru síðan næstu 7 kynin
með rangri tölusetningu, en hún verður aftur rétt á 23. kyni og
úr því, þar eð talan XXII er ekk; sett við neitt kynið. Eigi að
síður er tegundafjöldinn talinn hér i ehr. samtals 101, því að
taldar eru hér 3 tegundir af kaföndum, en þær eru ekki fleiri
en 2 (sbr. bls. 50). En raunar eru tegundirnar taldar 102 og
kynin 55 í sjálfu fuglaheitinu; hefir skotizt yfir að telja með i
skránni 7. kyn i 5. ættstofni, svanina, en af þeim er vitanlega
1 tegund tilgreind (á bls. 49).

Bls. 5U—70. — YFIRLIT YFIR FUGLANA Á ÍSLANDI.

— Frumpr. i Fjölni, IX., 58—72. Hr. það, sem þá hefir verið
farið eftir, er nú ekki til; sennilega hefir það, eða þetta yfirlit
heilt, náð yfir alla islenzka fugla, sem Jonasi voru þá kunnir
(sbr. bls. 58). — Fyrirlestur þessi er frá námsárum Jónasar og
er með þvi elzta, sem nú er kunnugt um, að hann hafi samið i
náttúrufræði. Sbr. e. fr. bls. LXX—LXXI hér að framan. —
Ritgerð þessi var gefin út á ný, ásamt þýðingu á frakknesku, í
ritinu Jónas Hallgrimsson, ses travaux zoologiques. Traduction
par Léon Olphe Galliard o. s. frv. (Copenhague, 1890), bls. 15—
43. Mikinn hluta hennar hafði Theobald Krüper birt á þýzku í
ritgerð sinni „Der Myvatn und seine Umgebung", sem kom út í
tímaritinu Naumannia, Journal für Ornithologie, vorzugsweise
Europa’s, VII. Jahrg., 1857 (sbr. Landfrs. ísl., IV., 215—16). —
Bls. 54, 19. 1. a. n, „göðan", les „góðan". — Bls. 55, 3.-4. 1.; rtt
Cuviers, Le régne animal, kom fyrst út 1817. — Bls. 59, 11.—
12. 1. eru þannig í frumpr., en á milli orðanna „lifa á" og „loxia
serinus" í 11. 1. virðist vanta eitthvað í, og e. fr. á undan
setn-ingunni „sem þýzkir kalla" í næstu linu. Mætti geta til, að
orð-in „litlu, nefnilega" vanti 1 á fyrri staðnum, en þýzka heitið á
fuglinum, „Girlitz" (sbr. Ben. Grönd., Fuglatal, bls. 37—38, og
Bj. Sæm., Fuglarnir, bls. 206), á síðari staðnum. Jónas virðist

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0379.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free