- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
183

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[183

Blefkens ber það með sér, að hann er engan veginn laus

við hjátrú sjálfur; hann segir að íslendingar hafi púka

til þjónustu, og að þeir hafi ráð yfir vindi og selji hann

til byrjar, og fer hann um það mörgum ljótum orðum.

Blefken segir, að íslenzkir foreldrar kenni sonum

sinum þegar í æsku lestur og íslenzk lög, og sárafáir séu

ólesandi á íslandi; Islendingar hafa og nokkra sérstaka

stafi, er tákna heil orð, en þau orð er illt að skrifa, segir

hann, með vorum stöfum. Frá ungum aldri venjast ís-

lendingar við þrautir og fiskiveiðar, þvi »alit þeirra lif er

t

fiskirí«; akurvrkja er þar engin. Islendingar hafa til

matar fisk, ósaltað smjör, mjólk og ost; fiskinn berja þeir

f

með steinum og hafa hann í brauðs stað; flestir Islending-

ar sjá aldrei brauð; til drykkjar hafa þeir vatn eða áir.

Islendingar lifa lengi án lækna og læknislyfja; margir

verða 150 ára, og Blefken segist sjálfur hafa séð einn

öldung, sem þá sagðist vera orðinn 200 ára. Þegar Is-

lendingar fá mél hjá kaupmanninum, þá blanda þeir

mjólk saman við, geyma það lengi sem herramannsmat,

og kalla þetta krydd »drabbel«. Þjóðverjar, sem verzla

á Islandi, hafa aðsetur sitt i Hafnarfirði; þar leggja þeir

fram varning sinn i tjöldum sínum: skó, föt, spegla, hnifa

og annað lítilsvert glingur. Islendingar gefa í móti lýsi,

fisk, brennistein, hvít tóuskinn og smjör. Blefken segir,

að íslenzkar stúlkur séu mjög lauslátar og það með vilja

og vitund foreldra sinna; segir hann, að þær stúlkur séu

i heiðri hafðar, sem hafi átt vingott við Þjóðverja.
Þeg-t

ar Islendingar fá vin eða öl hjá kaupmönnum, geyma
þeir það ekki lengi, en drekka það hver hjá öðrum og
meðan þeir drekka, kveða þeir um hreystiverk forfeðra
sinna, ekki með neinu vissu lagi, heldur eins og hverjum
dettur i hug; því næst segir Blefken frá ýmsum rudda-

r

legum borðsiðum Islendinga, er það mest lapið upp ur
Gories Peerse, en fært nokkuð i stilinn; hann leggur
mik-ið út af því, hversu íslendingar séu lúsugir, og segir, að
þeir þvoi sér úr hlandi, og telji það nauðsynlegt fyrir
heilsuna; sjálfdautt kjöt segir Blefken, að Islendingum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free