- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
210

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[210

blessunarríka ávöxt, sem leitt hafi af störfum hans, og

kallar hann meðal annars »máttarstoð hinna íslenzku

safnaða« og «leiðarstjörnu kristins lýðs undir norðurheims-

,skauti». Guðbrandur biskup skrifaðist á við enn fleiri

útlendinga; í safni Hac-kluyt’s er t. d. bréf frá honum

(1595) til Hugo Branhams prests í Harwich á Englandi.1

Branham þessi hefir skrifað Guðbrandi og spurt hann

um fornmenjar á Islandi, liklega sökum þess að Olaus

/

Magnus, Kranz o. fl. höfðu ritað, að á Islandi hjyggu
menn letur á -steina um afreksverk forfeðranna;
Guð-brandur ber þetta til baka og vísar honum í »Brevis
Commentarius de Islandia« eptir Arngrim Jónsson, sem
þá var fyrir skömmu kominn út. Branham heflr einnig
spurt um nálæg lönd, einkum um Grænland. Segir
Guð-brandur að menn ætli, að Grænlandsóbyggðir nái kring
um Hafsbotna alla leið til yztu endimarka Noregs, en þar

r

heitir Bjarmaland; því næst nefnir hann, að Islendingar
fyrrum hafi numið land á Grænlandi. Enn fremur segir
hann að orð liggi á, að Bretar árlega muni eiga viðskipti
við Grænlendinga, og segir hann, að sér væri kært, ef
Branham vildi fræða sig eitthvað um þá hluti. Það er
auðséð af þessu, að einhverjar fregnir um ferðir
Frobi-shers og annara Englendinga til Grænlands hafa þá geng-

r

ið milli manna á Islandi.

Guðbrandur biskup var hinn mesti hugvitsmaður og
svo mikill þjóðhagi á smiðar, að hann gat nálega smíðað
eptir öllu því er hann sá, en upp á mörgu fann hann
sjálfur. Meðan hann var skólameistari i Skálholti, hafði
hann litla smiðju austur á hlaði og smiðaði þar og gróf
látún; á Hólum gróf hann eins og fyrr var frá sagt
tré-myndir, er prentaðar voru i bibliu hans; eru sumar þeirra
enn geymdar á forngripasafninu i Reykjavík.
Guðbrand-ur Þorláksson var ágætlega að sér í stjörnufræði og

Hackluyt: Principal navigations I., bls. 590. I »Libellus
epistolarum Jac. Coleri. Francf. 1587« kvað vera prentað bréf frá
Guðbrandi biskupi til Joh. Staunich í Hamborg, en þá bók beíi
eg ekki séð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0224.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free