- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
230

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[230

nefni. Eptir því sera þá gjörðist, var Arngrímur mjög

lærður maður; i þeim fræðum, sem menn á 16. og 17. öld

helzt stunduðu, var enginn hjer á landi hans jafningi;

hina fornu latnesku höfunda þekkti hann ágætlega og

miðaldafræði þau, sem þá tíðkuðust, kunni hann upp á

tíu fingur. Enginn íslendingur i þá daga þekkti jafn vel

hinar latnesku bókmenntir þeirra tíma, og er furða, hvernig

t

hann, afskekktur uppi á Islandi, hefir getað kynnt sér svo

mörg rit lærðra manna, er þá voru uppi erlendis. Sam-

göngurnar í þá daga voru ekki miklar; eitt skip kom

þó vanalega á ári á hverja af hinum stærri höfnura, en

framan af 17. öldinni voru opt hafísar, svo skip náðu eigi

höfnum fyrr en á haustin; sum fórust, sum tóku víkingar

á leiðinni. Það sést vel á bréfaskriptum þeim, sem fóru

á milli Arngríms og Ola Worms, hve samgöngurnar hafa

verið örðugar og sjaldgæfar; bréf og sendiugar fórust opt

á skipbrotum eða víkingar taka skip með farrai og öllu,

er á var. Mjög var örðugt að ná í nýjar bækur og

komust þær ekki hingað til lands, fyrr en mörgura árum

eptir að þær komu út. Oli Worm keypti bækur i Kaup-

mannahöfn fyrir Arngrira og sendi honura með kaup-

mönnum; þeir borguðu i peningum í Höfn, það sem Arn-

grimur þurfti að láta fyrir bækur og annað, en sjálfur

t

galt hann þeim i vörum i kauptíð; peninga var á Islandi

ómögulegt að fá; jafnvel ríkustu raenn höfðu sjaldan

nokkur peningaráð.1 Það hefir hjálpað Arngrimi til þess

að fylgja með tíraans straurai, að hann þekkti marga

t

raenn í útlöndum og skrifaðist á við þá. Hér á Islandi
hefir Arngrímur efiaust hlotið viðurnefnið »hinn lærði«
fyrir þekkingu sína i eldri og yngri latneskum ritura, en
i útlöndum var hann mest metinn fyrir kunnáttu sína í
íslenzkri sögu og fornfræðum. Rit Arngríms eru opt full
af tilvitnunum og greinum úr fornura höfundum og úr

Magnús prestur Ólat’sson í Laufási kvartar undan því í bréfi
til Oia Worms 28. ágúst 1632, að samgöngur á Nordurlandi séu svo
illar, að bann varla einu sinni eða tvisvar á ári geti skrifazt á við
síra Arngrím á Melstað. Epist. Wormii I., bls. 363.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0244.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free