- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
2

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

2

og svo höfðu þeir sig lítt á lopti, því það var hin mesta
mannhætta að efast um það, sem almenningur trúði, það gat
kostað líf og limu. Af þessu ástandi leidcli, að framfarirnar
voru því nær engar, þeir sem eru ánægðir með það ástand
sem er og trúa því það sé réttast og bezt, kæra sig ekki um
brevtingar, en efasemdirnar eru fvrstu frumkvöðlar
framsókn-arinnar.

A seinni hluta 18. aldar er andinn orðinn allt annar, nú
skiptir í tvö horn, nú efast menn um allt og eru gagnteknir
af óróa og óánægju. Þessi mikla breyting hafði eðlilega ekki
orðið allt í einu; hin andlega umbreyting hafði verið lengi að
búa um sig og þróast fyrst hjá einstöku fræðimönnum í
aðal-löndum Norðurálfunnar. en fékk síðan smátt og smátt vöxt
og viðgang, einkum eptir að frakknesk skáld og rithöfundar
fóru að breiða út nýjar kenningar um frelsi og mannréttindi.
Eptir því sem þekkingin óx og rannsóknarandinn vaknaði og
breiddist út, eptir því urðu menn óánægðari með ástandið
og hin mikla hreyfing komst á almenning, sem náði hæztu
stigi í stjórnarbyltingunni miklu. En þá varð það sem
vana-lega verður, að menn grípa aðrar gagnstæðar öfgar, nú vildu
menn rífa allt niður og brevta öllu frá grunni, án þess
nægi-leg þekking væri fengin, allt gamalt var ónýtt og fyrirlitlegt,
en allt nýtt gott og blessað: menn skildu ekki lögmál þau,
sem framþróunin fylgir og vildu ekki kannast við, að neitt
gott væri í þeirri félagsskipun, sem þroskast hafði um allar
miðaldir; í staðinn fyrir að lilúa að hinni gömlu, sterku eik
og kvista hana eptir þörfum, var nú álitið sjálfsagt að rífa
hana upp með rótum og planta nýtt tré: menn héldu að allt
væri lengið með því að breyta stjórnarfari og með því að
gefa út. fyrirskipanir og lagaboð. Sést það jafnan á
óróa-tímum, að örskammt er öfganna á milli. Frelsishreyfingarnar
og brevtingalöngunin breiddust út um alla Norðurálfuna, sem
alkunnugt er, og náðu einnig til Danmerkur og Islands.
Framfaralöngunin og framsóknin til menningar og fræðslu
greip marga Islendinga, einkum þá, er stunduðu nám 1
Dan-mörku.

1 næsta kafla hér á undan höfum vér getið um hinar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free