- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
37

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

37

orðabók, sem þótti mjög góð á sínum tíma. Af
náttúruvis-indum stundaði hann einkum grasafræði, hann átti mikinn
þátt í »maturtabók« Eggerts Ólafssonar og gaf hana út, sjálfur
samdi hann ágæta bók, sem hét »Grasnytjar% þar er
plönt-unum ekki lýst, en þar er ítarlega talað um not þau, sem
hafa má af íslenzkum grösum1. Þegar síra Björn fór að
eldast þótti honum erfitt að þjóna Sauðlauksdalsprestakalli,
fékk Setberg 1781 og flutti þangað 1782 og tók þar aptur til
óspiltra mála með húsabætur og jarðyrkju. Eptir 1785 varð
síra Björn sjóndapur og loks alveg blindur; hann andaðist á
Setbergi 24. ágúst 1794 og hafði verið hinn merkasti og
þarf-asti maður2.

I Sauðlauksdal hafði Eggert Olafsson mikið fyrir stafni,
safnaði til ferðabókarinnar og ritaði hana, orti mörg kvæði og
samdi ýmsar ritgjörðir. Eggert. hafði jafnan skrifara sér til
hjálpar, meðal þeirra eru nefndir Einar Halldórsson síðar
prestur í Hraungerði (f 1773), Oddur Jónsson (f 1814) síðar
prestur á Sólheimum, Hjálmar Þorsteinsson síðar prestur í
Tröllatungu (f 1819) og Ofeigur Vernharðsson, er drukknaði
með Eggerti. Eggert undi ágætlega hag sínum í
Sauðlauks-dal sem sjá má af kvæðum hans og bréfum3, þar voru for-

ágóða með andsvari gamals bónda. Hrappsey 1780 og 1783.
Kaup-mannahöfn 1834, 8vo. Arnbjörg. æruprvdd dándiskvinna á Vestfjörðum
Islands. afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í hússtjórn.
barnauppetdi og allri innanbæjar búsýslu (Búnaðarrit suðuramtsins
húss-og bústjórnarfélags I, 2. bls. 23—92). Korte Beretninger om nogle Forsög
til Landvæsenets og især Haugedyrkningens Forbedring i Island.
Kbhavn 1765. 32 bls., 8vo.

M Grasnytjar eða gagn það. sem hvörr búandi maðr getr haft af
|ieim ósánum villijurtum. sem vaxa í landeign hans. handa fáfróðum
búendum og griðmönnum á íslandi skrifað árið 1781. Kmhöfn 1783,
8vo. Sama ár lét stjórnin útbýta 747 eintökum af þessari bók meðal
alþýðu á íslandi. Lovsamling for Island IV, bls. 698.

2) Vísur síra Björns >Æfitíminn eyðist« o. s. frv., sem prentaðar
eru í Sunnanfara I. bls. 41 lýsa hinum göfuga hugsunarhætti hans. Síra
Björn orti fleira t. d. Fjörgynjarmál, sem prentuð eru framan við
Lachano-logíu Eggerts Ólafssonar og ýms kvæði önnur. Sbr. meðal annars
Lbs. 164. 8vo.

*) Andvari I. bls. 172—193; II. bls. 135—142; III. bls. 146—152.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0045.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free