- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
45

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

45

framúrskarandi náttúrufræðingur og fékkst við allar greinir
náttúrufræðinnar; Eggert var einnig teiknari góður og
smíð-aði jarðarhnött. I ritum Eggerts sést allstaðar hin heitasta
og hreinasta ættjarðarást og vill hann af alhuga hvetja og
styrkja íslendinga til framfara. Það var því mikill missir
fyrir ísland að missa Eggert svo ungan í sjóinn og það því
heldur þar sem hann var nýkominn i stöðu, þar sem hann
gat látið margt gott af sér leiða. Hér á ekki við að lýsa því
hve mikla þýðingu Eggert Olafsson hafði sem skáld og
ætt-jarðarvinur, vér verðum aðeins að geta þess, að hann
all-staðar í kvæðum sínum bendir Islendingum á að nota sem
bezt náttúrugæði landsins sér til hagsmuna og hagræðis, yndis
og ánægju; hann hvetur landa sína til þess að rakna við og
treysta á eigin afl, hann sýnir hvernig menn geta komizt úr
eymdinni ef þeir með skynsemi, sparsemi, dugnaði og nýtni
hagnýta sér það sem fyrir hendi er, þá geta Islendingar lifað
góðu og óbrotnu bændalífi ánægðir og óháðir. Eggert vill
halda þjóðerni Islendinga hreinu og ómeinguðu, vill að menn
taki sér þrautsegju og dugnað forfeðranna til fyrirmyndar, en
forðast útlend áhrif í öðru en þvi sem bersýnilega getur orðið
að notum. Eggert sýnir rækt og lotningu fyrir öllu því sem
þjóðlegt er, fornt og gott: hann stendur á sínum tíma nokkuð
einstakur og einmana með þessar hugmyndir, því flestir
mændu vonaraugum til útlanda, en litu smáum augum á það
sem íslenzkt var.

Aðalverk Eggerts Olafssonar er »ferðabókin«, sem mun
halda uppi nafni hans um aldur og æfi1, Þegar Bjarni varð

réttritun er víða til t. d. í hdrs. J. S. nr. 449-4°, 278. 59 og 60-8vo.
Eggert skrifaði og bækling sem hét Potologia eður »drekka biður góð
áta€ um ýmsa drykki á íslandi; úr riti þessu eru kaflar í hdrs. J. S.
161-4°; þar er -discursus um öl og ölgerðer* í 5 kapítulum og
»um mjöð, hans tilbúning og tegunder< í 3 kapitulum; ritgjörðir þessar
eru 5. og 6. kafli úr riti Eggerts. Eggert safnaði og saman og lét
af-skrifa mikið af fornum löguin, annálum o. fl. sem flest mun hafa týnzt.

2) Eggert Olafsens og Biarne Povelsens Rejse igjennem ísland,
for-anstaltet af Videnskabernes Selskab i Kiöbenhavn og beskreven af
forbemeldte Eggert Olafsen med dertil hörende 51 Kobberstökker og et
nyt forfærdiget Kart over Island. 1—2 Deel. Soröe 1772-4° 1042 bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free