- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
53

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

53

bókum þeirra tíma að græða. Margar steinalýsingar Eggerts
eru þó allgóðar og sumar athuganir hans þar að lútandi hafa
ennþá gildi. Þó jarðfræðislýsingum Eggerts Ólafssonar sé
mjög ábótavant eptir seinni tíma kenningum þá bera þær þó
með sér skarpskyggni Eggerts í athugunum og sýna hinar
miklu gáfur hans.

í ferðabókinni eru margar uppteiknanir um loptslag og
veðráttufar í ýmsum héruðum á Islandi og auk þess athuguðu
þeir Eggert og Bjarni veðráttufar daglega á árunum 1752—
1757 og sendu veðurbók sína jafnóðum til visindafélagsins
danska; þeir rituðu einnig um árferöi, um norðurljós og
lopt-sjónir, um komu farfugla og blómgvunartima jurta á vorin
og fengu einnig Guðlaug prófast Þorgeirsson (1711—1789) á

r

Görðum á Alptanesi til þess að athuga daglega loptþyngd og
veðráttufar. í Sauðlauksdal ritaði Eggert einnig veðurbók á
árunum 17H0—641. Þeir Eggert athuguðu og ýmislegt um flóð
og fjöru og um strauma og sjáarföll, þeir rituðu og um hafís,
rekavið og margt íleira, og sötnuðu um allt þetta mörgum
mikilsverðum athugunum, sem enu mega að gagni verða.

Þeir Eggert og Bjarni athuguðu allstaðar á ferðutn sínutn
grös og jurtagróður og söfnuðu plöntum; i ferðabók þeirra
eru margar góðar upplýsingar um jurtariki Islands, margfalt
betri en áður voru til, þeir fundu nokkrar sjaldgæfar jurtir
og lýsa ýmsum helztu grasaplássum og nefna vaxtarstaði
all-marga; má enn finna sumar sjaldgæfar jurtir eptir tilvísun þeirra.
Þeir geta þess í hverskonar jarðvegi hin algengustu grös vaxi,
einnig geta þeir um jurtir þær, sem notaðar eru til
mann-eldis, litunar og á annan hátt og lýsa notkuninni viða
all-ítarlega, enda var þeim sérstaklega boðið að gefa sem flestar
upplýsingar um það, sem að notum mátti koma. Alls eru
taldar i ferðabókinni rúmar 150 plöntutegundir og af þeim
130 blómplöntur og æðri blómleysingjar2, en þeir félagar

*) í hdrs. Bókmf. í Kmhöfn, nr. 5 fol.. er brot af veðurbók eptir
Eggert ölafsson fyrir árið 1763.

J) Stefán Stefánsson í Skýrslu um hið íslenzka náttúrufræðisfélag
1891, bls. 59.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free