- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
62

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

62

reisnartilraunir stjórnarinnar setjum vér hér ágrip af því sem
sýnishorn. ]?að sem hér kemur á eptir áttu nefndarmenn
helzt að athuga. 1) Hverjar eru orsakir fólksfækkunarinnar

r

á Islandi1, hefir íbúum fækkað jafnt á öllu landinu eða
að-eins í sumum sýslum. Nefndarmenn áttu að leggja ráð á
hvernig bætt yrði úr þessu t. d. með því að skipta
stórjörð-um og fjölga kotum á landeignum bænda svo óðalsbændur
gætu þannig fengið ódýrari vinnukrapt úr kotunum, því
bænd-ur kvörtuðu þá undan að vinnufólk væri fátt og kaupdýrt.
Einnig skvldi athuga hvort ekki mætti byggja upp eyðijarðir
og fornar eyddar sveitir t. d. Langavatnsdal, Geitland,
Reykjar-fjörð á Ströndum, Hrafnkelsdal. Möðrudal o. fl. og hvort eigi
væri hentugt að lofa ungum mönnum einhverri umbun, sem
ætluðu að giptast og setjast á eyðijarðir. Biskupunum var
boðið að senda nefndinni staðfest eptirrit af manntali því sem
tekið var 15. ágúst 1769. 2) Hve marga lækna og lærðar
yfirsetukonur þarf í landinu og hvernig má launa þeim með
sem minnstum kostnaði. 3) Hvernig getur fiskiveiðum og
fiskverkun farið fram. Sérstaklega þarf að athuga hvernig
aftakist bezt sá ósiður að hafa of marga háseta á fiskibátum,
hvernig hægt sé að koma því fvrir að nægir bátar séu
jafn-an til í veiðistöðum þegar vermenn komi til sjóar, á hverjum
höfnum sé hentugast að verka fisk á Terraneufs-hátt, hvernig er
hægast að fá sveitafólk til sjóar í þau pláss þar sem fólksekla
er, hvar er hentugast aö brúka þorskanet, hvernig er hægt
að fá íslendinga til þess að stunda betur síldar- og
kola-veiði, hvernig er bezt að haga laxveiði, hvar er silungsveiði
bezt í ám og vötnum.

4) Nefndarmönnum var ennfremur falið á hendur að taka
verzlunina til íhugunar og láta i ljósi álit sitt um það hvort
fríhöndlun væri nytsöm fvrir landið, stjórnina og ríkið og
hvernig henni skyldi koma fyrir. Nefndarmenn áttu að láta
rannsaka í öllum landsfjórðungum hvar góðar hafnir væru
fyrir stór skip bæði til vetrarlegu eða til þess að hlaupa inn
í i stormi og hvernig hentugast væri að haga flutningum

>) Fólksfjöldi á íslandi var 1703 50400, 1769 46200.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free