- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
95

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

95

að slík fyrirbrigdi eru mjög undarieg«. Tremarec lýsir einnig

fiskiveiðum útlendinga við Island og fiskverkun þeirra; fisk-

urinn var afhöfðaður og slægöur jafnóðum og hann kom úr

sjónum og saltaður niður i tunnur. Við Fuglasker urðu fyrir

þeim Tremarec hvalir nokkrir og lét skipstjóri skjóta á þá 20

fallbyssuskotum »til þess að æfa skotliðið« og særðust nokkrir

hvalirnir, en ekki er þess getið að Frakkar hafi banað neinum

hvalnum. Höf. getur þess meðal annars að skipslæknirinn

t

hafi hjálpað mörgum sængurkonum á Islandi og segir hann

að margar deyi af barnsförum sakir læknalevsis og var það

t

ekki undarlegt í þá daga. Islendingar eru segir hann flestir
heilsulitlir eptir fimtugt og flestir deyja af brjóstveiki,
skyr-bjúgi og harðlifi. Flesta sjúkdóma, sem að bana verða, kalla
þeir landfarsótt (landfarsak). Aðalfæða Islendinga er að sögn
Tremarec’s þorskhausar á sumrum og kindarhausar (svið) á
vetrum, búkana af þorskunum og kindunum leggja þeir inn i
verzlanirnar.

Tremarec hefir gjört sér far um að grennslast eptir ýmsum

evjum, sem standa á fornum uppdráttum í hafinu kringum Is-

land. Frá Vestfjörðum sigldi hann þangað sem »Gouber-

mannseyjar«l (Gunnbjarnarsker ?) áttu að vera eptir sjóbréf-

unum, fann engar eyjar, en 140 faðma dýpi. »Eyjar þessar
t t

voru að sögn Islendinga 9 að tölu og aðeins 4 mílur frá Is.
landi, en þær hafa sokkið við jarðskjálfta«. Við Austurland
leitaði Tremarec að eynni »Enkhuysen«, sem þar átti að vera
eptir sjóbréfunum, en fann hana heldur ekki sem eðlilegtvar;
getur hann þess til að hún muni líka vera sokkin fyrir löngu,
þvi í hin seinustu 80 ár hafi um 500 fiskiskip farið þar um
árlega og ekki orðið hennar vör; höf. segir lika að það geti
verið að eyja þessi hafi aldrei verið til, en menn hafi í þoku
imyndað sér að stór ísjaki væri eyja eða þá skerið Hvalsbak
hafi verió- gjört að eyju. A uppdrætti þeim sem fylgir bók
K. de Tremarec’s er eyja þessi þó sett fyrir austan Island

Á korti Bellins 1751, sem Tremarec notaði, eru eyjar þessar
látnar vera örskammt fyrir utan vesturströnd Íslands, en >Enkhuysen<
alllangt frá austurströndinni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free