- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
102

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

102

húsið verið smiðað á næstu árum og hefir Lievog síðan getað
gjört athuganir sinar í næði. I konungsbréfi 20. júní 17881
er þess getið, að stjörnuturn i Vardöhus í Noregi sé þá lagður
niður og hefir Thomas Bugge prófessor stungið upp á. að
Rasmus Lievog væri veittir þeir 100 dalir til launabótar, sem
stjörnufræðingurinn í Vardö hafði haft, segir hann að Lievog
sé þess mjög maklegur sakir dugnaðar og iðni. Þar er þess
einnig getið. að verkfæri séu fá á’Lambhúsum og nærri ónýt
og stingur Bugge upp á að ný verkfæri séu keypt og sum af

r

verkfærunum frá Vardö send til Islands. Ekki er gott að sjá
hvort nokkuð hefir orðið úr þessu. Hinn 11. october 1791
kom Sveinn Pálsson að Lambhúsum og getur þess i ferðabók
sinni,2 að Lievog barmi sér yfir að hann hafi engin brúkleg
verkfæri og fái þau ekki þó hann árlega kvarti.

Þrátt fvrir örðugar kringumstæður gjörði Rasmus Lievog
allar þær athuganir, sem hann gat. Athuganabók hans um
árin 1779—1794 er ennþá til.3 Þar er verkfærunum
nákvæm-lega lýst og allri aðferð við athuganirnar, þar er ritað um
margar stjörnumælingar og veðurathuganir gjörðar daglega á
árunum 1779—88 kl. 6 f. h., kl. 12 og kl. 6 e. h. og
stund-um á nóttu: Lievog hefir einnig grennslast eptir skekkju

r

segulnálar, sævarföllum o. fl.; hæsta ílóð á Alptanesi 11. sept.
1779 kl. 6 e. h. var ÍO1/^ danskt fet. í marzmánuði 1787
mældi Lievog Reykjavík og gjörði uppdrátt af bænum, sem
enn er til.4 Uppdráttur þessi er nákvæmur og hefir mikla
sögulega þýðingu fvrir Revkjavík. Sjálfur bærinn var þá
varla annað en tvær húsaraðir beggja megin við Aðalstræti.

Lovsamting for Island V. bls. 540—541.

2) Sreinti Páfoson: Journal holden paa en Naturforskerrejse i
Is-land I. bls. 42. Hdrs. Bókmf. í Kmhöfn.

3) Rasmus Lievog: Astronomiske og meteorologiske Observationer
gjorte paa Bessastaðir og Lambhus fra September 1779 til Aarets
Slutning 1794. Hdrs, Bókmf. í Kmh. nr. 234-4°.

4) Rasmus Lievog: Kort og Grundtegning over Handels Stædet
Reikevig i Island med angrendsende Huusmænds Pladser, som efter
Kongelig allernaadigste Befalning skal anlegges til Kjölistæd. Optaget
1787 af Rasmus Lievog Observator Astronomie. Hdrs. J. S III. nr. 2-».

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free