- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
112

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

112

þá ekki í Viðey, Þerney og Engev og heldur ekki i ýmsum
öðrum hólmum þar sem lundavarp er: segir höf. að menn
haldi að moldin úr lundaholunum sé eifur fyrir mýs. Höf.
telur 56 fuglategundir og segir ítarlegast frá fálkunum.
Fálka-veiðar höfðu þá mjög miunkað eptir 176B og á árunum
kringum 1785 voru aðeins sendir 150—160 fálkar árlega til
Kaupmannahafnar, en þaðan sendi stjórnin þá ýmsuin
stór-höfðingjum. einkum keisarahirðinni þýzku og konungshirðum
i Frakklandi og Portugal. Gráu fálkarnir voru miklu fleiri
en hinir hvitu, ef svo er talið að 5 fálkahreiður séu í hverri
sý-lu og 3 egg í hverju, þá kemur á ári hverju einn hvitur
fálki úr þeim öllum eða varla það. Brúklegur grár fálki má ei
vera meira en 2 vetra. hvítur 3 vetra. Fálkafangarar konungs
taka ekki við fálkunum nema þeir séu gallaiausir: vængja og
stélfjaðrir verða að ^era heilar. fuglinn verður að hafa góða
matarlyst og eigi vera lúpulegur, þvi þá er hætt við að hann
sé sjúkur, enda eru þeir ekki keyptir nema þeir hafi setið að
minnsta kosti 8 daga síðan þeir veiddust. Fálkaveiðar bvrja
eigi fyrr en 1. marz, og 24. júni er tekið á móti þeim í
fálka-húsinu i Reykjavík; húsið hafði verið flutt þangað frá
Bessa-stöðum 1763. Hvitir fálkar kostuðu þá 20 rd., en gráir 7 rd.
Af fiskum telur höf. 25 tegundir og 14 hvalakyn, hann lýsir
fiskigöngum og fiskiveiðum. talar um beitu og bátaútgjörð o.
m. fl. Um atvinnuvegi og búnaðarháttu alla er Skúli
lang-orðastur og er þar margur fróðleikur, sem hér eigi verður
talinn. Aptast í bókinni eru landshagsskýrslur, mynd af
húsa-skipun á bóndabæ og uppdráttur af Reykjanesskaga og
nær-sveitum allnákvæmur; þar er aðallega farið eptir korti Knopf’s,
en strendur og fiskimið eru sett eptir mælingum og
uppdrátt-um Minor’s, sem Skúli hafði aðgang að, þó þeir þá reyndar
ekki væru komnir út á prent.

Af því Skúli Magnússon lét sér mjög annt um allt sem
mátti verða íslendingum til hagnaðar, þá lét hann meðal
annars 1753 skipstjóra Oluf Nielsen Anker skoða Hornstrandir
frá Jökulfjörðum til Revkjarfjarðar til þess að grennslast þar
eptir skipalegum og rekaviði og 1762 lét hann einnig
skipa-stnið Krag skoða þar rekavið, höggva tirnbur til skipasmíða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free