- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
153

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

153

Snorra presti Björnssyni1 og skoðaði þar ýmislegt í kring.
Frá Húsafelli fór Sveinn Pálsson að Kalmannstungu og svo
norður á Arnarvatnsheiði og tjaldaði þar á Tjaldhól hjá
Skammá, var þar einn dag um kyrrt og safnaði grösum á
heiðinni og athugaði fugla. I þá daga stunduðu Borgfirðingar
einsog nú silungsveiði við Arnarvatn að áliðnu sumri, voru
silungar veiddir bæði 1 net og á dorg og stundum,
þegar ís var kominn á vötn, með sérstöku verkfæri sem
menn kölluðu »hoppung«. Af Arnarvatnsheiði fór Sveinn
Stórasand og Kúluheiði niður i Skagafjörð og kom 16. ágúst
að Steinsstöðum til föður sins. I Skagafirði dvaldi Sveinn
þangað til seint í september og fór margar smáferðir um
sýsluna alla, bæði um héraðið og upp í dali, skoðaði hveri
og safnaði grösum. gekk líka upp í fjöll og hugði að steinum
og mældi Hofsstaðafjall og fleiri fjöll. Um tíma dvaldi Sveinn
á Hólum og hrósar hann Hólaskóla í ferðabók sinni og telur
hann miklu fremri en Reykjavikurskóla; á Hólum var þá
steinasafn af norskum steinum, sem þeir Olafur Olafsson og
Pétur Thorsteinsen á Kongsbergi höfðu gefið og snoturt
bóka-safn og höfðu ýmsir menn i Höfn gefið flestar bækurnar.’2
Um hinn 20. september æ tlaöi Sveinn á Skagaströnd og vildi
skoða Tindastól í leiöinni en við þessa ferð varð hann að
hætta sakir kafaldsbylja og ófærðar, komust þeir aðeins í
Laxárdal, fengu kafhlaup og illa útreið og urðu að snúa aptur
að Glaumbæ. Hinn 29. september fór Sveinn vestur yfir
Vatnsskarð og svo suður Stórasand, var allstaöar ófærð nyrðra,
en snjórinn minnkaði er sunnar kom á Sandinn, en þar var
aurbleyta mikil og hvassviðri og við Arnarvatn gátu þeir eigi
tjaldað fyrir roki, en lágu á jörðu og breiddu tjaldið ofan á
sig. Þaðan héldu þeir að Húsafelli og svo fyrir Ok að Þing-

5) Sveinn segir: >Jeg havde min störste Fornöjelse af at tale
med den brave, gamle Præst paa Húsafell Hr. Snorri Björnsson, en
Mand der formedelst sin her i Landet sjeldne Indsigt i Fysik, Geografi
og Historie af alle udraabes for en stor Hexemester. som kunde mane
Aander, regjere Djævelen» o. s. v. Journal I. bls. 230).

v) Sbr. Rit lærdómslistafélagsins IX. bls. 298-299, X 320, XI, 295.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free