- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
189

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

189

lag; þetta kemur einkennilega fram hjá Guðbrandi Vigfússyni
i ferðasögu hans í Noregi; þar kemst Guðbrandur svo að orði:
»Eg verð að segja mér það til hróss, að eg tók sjaldan krók
á mig, ef ekki var annað en foss eða jökull í aðra hönd eptir
að fara; fékk eg af þvi ámæli af sumura, en eg hafði sjálfur
séð nóg af slíku áður, og fékk eg þó á leiðinni nógar ávísanir
um fossa og hamra, hvar þá væri að finna, og vísaði einn
mér í austur, en annar í suður, og hefði það mátt æra
óstöó-ugan að hlaupa eptir því. Brá mér við það frá Islandi, þar
sem þó eru svo mörg afbrigði náttúrunnar, en enginn
inn-lendur maður vikur þó fæti til að sjá það, og mundu
Islend-ingar kalla það hégóma, ef innlendir menn færi að taka sér
ferð á hendur aó austan eða vestan til aó- sjá Geysi eða
Heklu, en um útlenda menn er ekki tekið til þess, og. álíta
menn að slíkt sé fyrir þá, en ekki fyrir heimamenn*!.1 Sá
hugsunarháttur komst inn hjá mörgum, að það væri óþarft
og þýðingarlaust að skoða náttúruna eða fást við náttúruf’ræði.
Þegar höf. þessarar bókar var við nám í lærða skólanum í
Reykjavík um 1870 var þaö jafnvel af sumum álitið
heimsku-og ólánsmerki að fást við náttúruvísindi, sem þá meðal
skóla-pilta aldrei voru kölluð annaö en »snakkið«. Þessi skoðun
mun frá lærðum mönnum hafa breiðst allmikið út um landið,
málfræðin ein var álitin nógu vegleg og sæmandi lærðum

t r

embættismannaefnum. I spurningum þeim um landfræði
Is-lands, sem Bókmenntafélagiö sendi prestum 1839 var meðal
annars (§ 4) spurt um klettalög i fjöllum og hvernig þau

r

lægju; þessu svarar Hoseas Arnason prestur á
Skeggjastöð-um á þessa leið: »1 áðurnefndum fjöllum og björgum við
sjóinn má fullyrða að séu allar þær umspurðu grjóttegundir
á víxl, en hvernig lögin þar af liggja hafa menn ekki
eptir-tekið svosem það sýnist heldur engu varða«.2

Á fyrri öldum var engin náttúrufræði kennd í skólum á

r

Islandi og mjög litið eða ekkert i stærðfræði. Þó var Gísli
Einarsson 1650 settur kennari við Skálholtsskóla i stærðfræði

Ný félagsrit XV. bls. 82-83.
J) Hdrs. Bókmf, í Kmh. nr. 18 fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free