- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
220

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

aður af rekavið og heldur ekki að hraun hafi grafið forna
skóga, en ímyndar sér, að hann sé tilorðinn af trjám. er uxu
í ífyrri veröld« og hafi breyzt við einhverja af hinum stóru

r

byltingum, sem gengið hafa yfir jöró vora. A öðrum stað
segir hann, að surtarbrandurinn ef til vill sé partur af
»skógum, sem uxu á meginlandi þvi, sem nú liggur undir
Atlantshafinu; skógar þessir hljóta aö hafa kollvarpast þegar
meginlandið sökk og fluzt í ýmsar áttir eptir hreyfingu straum-

r

anna«. »A sumum stöðum hallast surtarbrandslögin meira
en á öðrum og er það eðlilegt sakir jarðskjálfta og
eldgosa-ruglunar, sem siðar hefir orðið«.

Frá Brjámslæk fór Henderson yfiri Dalasýslu aptur, síðan
norður í Steingrímsfjörð og svo suður Holtavörðuheiði; úr
Norðurárdal ætlaði hann að ganga upp á Baulu. en varð að
hætta við sakir þoku; hina hvítu grjótstuðla undrast hann
mjög, en þekkir ekki bergtegundina (liparitið) og kallar hana
hvítt basalt (!). Þaðan fór Henderson i Reykholtsdal og
skoð-aði þar hveri og laugar og siðan vanalega leið til
Reykja-víkur kringum Hvalfjörð, kom þar 29. júní og var furða að
hann skyldi geta farið svo langa ferð svo snemma á ári, en
líklega hefir vorið verið mjög gott. I næsta (14.) kapitula
talar Henderson um verzlun á Islandi og sögu hennar, um
alþing og um stofnun hins íslenzka bibliufélags (10. júli
1815).

Hinn 18. júli 1815 lagði Henderson aptur á stað, var
ferðinni nú heitið norður í land og voru tveir útlendingar frá
Holstein (Thomson og Brorson) með honum. Þeir félagar
riðu að Þingvöllum og svo vfir Kaldadal að Húsafelli:1 þaðan
fóru þeir að Gilsbakka og svo upp á Hellisfitjar og skoðuöu

’) pess hefir verið getið hér að frarnan (III. hls. 54) að Eggert
Ólafsson segir frá sögu um mýs. er róa á mykjuskán yíir læki og
tjarnir og flytja með sér muðlinga Henderson segir að mörgum hafi
þótt þessi saga hlægileg og ótrúleg, en hann kveðst trúa henni. því
áreiðanlegir menn hafi sagt sér að þeir hafi séð það, bæði presturinn
á Brjámslæk og frú Jarðþrúður Benedictsen (á Staðarfelli). Henderson
lýsir einnig hreiðrum músanna eptir sömu heimildum \E. Henderson:
Iceland II. bls. 186-187).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0228.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free