- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
262

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

262

mjög ómerkilegar. Skoðanir Wads eru i nánu samræmi við

skoðanir Werners og annara »neptúnista«; segir hann, að Is-

land sé basalt-myndun (»flötstrap«) tilorðin við stóreflis vatns-

flóðO), en eldfjöll myndast þegar eldingar af tilviljun kveikja

í kolalögum, geta kolalögin svo brunnið öldum saman hægt

og rólega, en ef vatn úr sjónum, stöðuvötnum eða jöklum

kemst í eld þenna, þá verður allt vitlaust. uppsprettur í nánd

verða sjóðandi heitar, umbreyta bergtegundum í kring og

setja ólgu i brennisteinskís og önnur efni, sýrur myndast og

leysa sundur blágrýtið o. s. frv. Svona óglöggar hugmvndir

hafði meginþorn vísindamanna á þeim tímum um eldfjöll og

t

gos þeirra. G. Wad vill láta nota hveravatn á Islandi til þess
að gjöra hvíta kísilhúð á ýms listaverk, sem svo mætti hafa
í konungshöilinni í Kaupmannahöfn.1 Ohlsen hafði meðal
annars sent til Kaupmannahafnar sýnishorn af gulum, hvítum
■og rauðum leirtegundum. stjórnin sendi þær til
verkmiðju-eiganda eins, er N. Cox hét, hann verzlaði með margskonar
litarefni og áleit hann leirtegundir þessar allgóðar til litunar.
N. Cox var sendur til Islands til þess að safna leir og fékk
erindisbréf að fvrirsögn Ohlsen’s, þar segist Ohlsen hafa fundið
slikan leir á 11 stöðum. helzt við brennisteinsnámur.2 Hvaða
árangur þessi sendiför hefir haft vitum vér ekki.

I stað Ohlsen’s var annar foringi Michael Smith3 að nafni
settur við mælingarnar, hann var þá lautenant í norska
hern-um, hafði 1800 tekið landmælingapróf og veturinn 1804—1805
sérstaklega fengizt við stjörnufræði og stærðfræði. hann segist
hafa sterkan líkama og vera vanur örðugum ferðum, svo hann

G. Wad: Om nogle af Hr. Lieutenant v. Ohlsen i ísland
sam-lede Mineralier (Det skandinaviske Litteraturselskabs Skrifter I. 1806.
bls. 458-471).

’) Lovsamling for Island VII. bls. 30-32. Hinn 14. júní 1806 ritar
stjórnin greifa Trampe stiptamtmanni og biður hann að láta grennslast
eptir, hvort ekki megi brenna tígulsteina úr íslenzkum leir og einnig leita
að kalki og flögum til þess að leggja á húsþök. Ennfremur átti að athuga.
hvort ekki mætti brúka mó eða surtarbrand til tigulsteinsbrennslu
(Lov-samling for Island VII. bls. 37).

3) Lovsamling for Island VI. bls. 734—735.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free