- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
40

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

40

Sjórinn kringum ísland. Grunnsævi.

á yfirborði. Hiti og saltmegni eru þvi mjög breytileg i
Grrænlandshaíi fvrir norðan ísland, yfirleitt minkar þó
salt-megnið með dýpinu i Irmingerstraumnum, en vex i
Pól-straumnum. Pegar Irmingerstraumur hefir fullan kraft, er
saltmegni hans 3,r.°/o, eða óblandað Golfstraumsvatn. Eftir
að Irmingerstraumurinn er kominn fyrir Horn, fer hann
austur með landi og heldur liita sinum jafnaðarlega
austur undir eða austur fyrir Langanes. A sumrum er
Irmingerstraumur fyrir miðju Norðurlandi 15 milur á breidd
og 150 faðma djúpur, nær þá út að Kolbeinsey og er
heit-astur næst landi.1) Straumurinn heldur áfram suður með
öllum Austfjörðum, en þá er orðið mestmegnis
pólstraums-vatn i honum og er hann þar fram með Austurlandi 2^/a
mila á breidd; komi maður út fyrir það belti, gengur
straumstefnan niður til Færeyja, þvi þá er komið út í hina
miklu austurkvísl Pólstraumsins, en inni við landið heldur
straumurinn áfram fram með öllu Suðurlandi og fær nú
aftur frá Ingólfshöfða volgt Golfstraumsvatn að sunnan.
Straumhraði Irmingerstraumsins með ströndum fram getur
á Yestur- og Austurlandi orðið 13—14 sæmilur [S1!^
—3^2 landmilur) á sólarhring, á Suður- og
Norður-landi 6—7 sæmílur. Yér sjáum af þessu, að
straum-arnir mynda hringsvif kringum landið sólarsinnis.
Irm-ingerstraumurinn rekur hafisinn, þegar hann kemur að
Horni, austur með Norðurlandi. fjörð úr firði, austur fyrir
Langanes, og berst isinn svo með strandstraumnum
aust-firzka suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi
og kemst stundum að Vestmannaeyjum og Reykjanesskaga.
Irmingerstraumurinn hefir eðlilega meira vald á sumrum en á
vetrum og þó er afl hans þá heldur ekki litið. Meðalhiti
sæv-arins i Grimsey2) er i janúar -f- 2,i, i febrúar + 1°,7, i
marz -(- l,o, en meðalhiti loftsins er á sama tima -f- 2°,i,
-f- 2°,9, -f- 4°.

’) ./. N. Nielsen: Contributions to the hydrography of the waters
north af Iceland. Kbhavn 1905, bls. 19.

2) Meðalhiti sævar eftir 23 ára atliugunum (1873—1895), lofthitinn
eftir 21 árs athugun.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0054.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free