- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
38

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

Jöklar.

séu allmargir tinclar 3000 feta háir eða jafnvel meir, sást
þar varla snj<xlill sumarið 1893, mesta úrkoman dregst að
hinum syðri jöklum, Mýrdalsjökli og Torfajökli, og i kringum
Torfajökul eru víða gamlar fannir; i Svartahnúksfjöllum og
Tindafelli voru 1893 margir sumarskaflar á 22—2500 feta
hæð. og nærri Hitalaug, austan undir Torfajökli, voru margra
ára gamlar fannir, 1900 fet yfir sjó, hér og hvar i lautum
og aurrákir milli laga; i Jökuldölum voru allmargir skaflar
á 20—2200 feta hæð. Úr fjöllunum upj3 af Fljótshverfi
þiðn-ar mestallur snjór á sumrum, nema hvað nokkrar fannir
vanalega haldast i Birni á 28—3000 feta hæð. Súlutindar
og Evstrafjall og jafnvel Grænafjall i Vatnajökli voru
snjó-laus i ágústmánuði 1893.

VatiiajökuII eða Klofajökull er langstærsti jökulfláki
i Norðurálfu heims og likist mjög isbreiðum þeim, er þekja
heil lönd nærri heimsskautunum; liklega er jökull þessi
leif-ar af snjóbreiðu þeirri. er þakti Island alt á isöldu og hefir
aldrei þiðnað að fullu. Vatnajökull er talinn 150
ferh.míl-ur á stærð, en likur eru til, að haun muni reynast nokkuð
minni, þegar betur er mælt. Snjóbungurnar uppi á
Vatna-jökli eru 4500 til 6000 fet á hæð frá sævarmáli, en hæsti
tindurinn, Öræfajökull, er 6752 fet á hæð og gengur hann
einsog höfði suður úr jöklinum. Um fannliákana inni i
Vatnajökli vita menn litið, þar hefir enginn farið }Tfir nema
Englendingurinn W. L. AVatts og fekk bylji og vonda færð.1)
Hérumbil á miðjum jöklinum. norður af Fljótshverfi, fann
AVatts snjólausan tind, sem hann kallaði P’álsfjall (Mt.
Paul), segir hann það fjall líparítkent, með vmsum
brevt-ingum frá gráum steini til hrafntinnu og baggalutar
innan-um; hann sá líka. miklu austar, gamalt snjóþakið eldfjall,
mitt á milli Öræfajökuls og Kverkfjalla, 6000 fet á hæð.
Annars er jökullinn hið efra eintóma]’ öldumyndaðar
snjó-sléttur. Buúgurnar austan við Vonarskarð virðast vera
nálægt 6000 fetum á hæð, svo lækkar jökullinn nokkuð að
norðanverðu, þar sem Dyngjujökull gengur niður, en hækk-

’) Lanclfræðissaga IV. bls. 79—84.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free