- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
49

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mýrajöklar.

49

ar allmiklir ganga frá aðaljöklinum út á eggjarnar, norður
af Viðborðsfjalli og Fláfjalli og gengur litill skriðjökulstangi
(1234’) niður að gljúfrunum i botni Kolgrafardals, sem
skil-ur Sandmerkurheiði frá Fláfjalli.

Niður á milli Fláfjalls og Heinabergsfjalla gengur stór
jökull og reglulegur, hann heitir Fláajökull. I’essi
jök-ull er hálf önnur míla á lengd og viðast hálf mila á breidd,
en neðst breiðir hann sig nokkuð út á flatlendi, svo hin
bogadregna rönd er hérumbil mila að framan. Fláajökull
skilur sig frá hjarninu á 2300 feta hæð, en neðsti endi hans
er aðeins 108 fet yfir sjó, hann hefir þó nokkuð hörfað
aftur, það sést á gömlum ölduhrygg, sem liggur 200 til
700 álnir frá jökulröndinni. Undan Fláajökli kemurHólmsá
og margar aðrar jökulkvislir, sem flæmast um alt á hinu
marflata undirlendi á Mýrunum. Sumarið 1894 var töluvert
mikill gangur i jökli þessum, enda er hann oft ókyr, þá
var harni genginn fram á öldur og á árunum 1882—1894
gekk hann þrisvar fram og þrisvar aftur. Par sem Hólmsá
kemur undan jöklinum, var 1894 stór hvilft ibjúg frá austri
til vesturs og hefir þar ef til vill sigið þakið á árræsinu.
Rönd jökulsins er mjög sprungin og aurdrifin, sést þar i
ótal bláar sprungur innanum hvitgráar jökuleggjar.

Heinabergsfjöll skilja Fláajökul frá Heinabergsjökl-

um, þeir eru tveir og Hafrafell (3181’) á milli þeirra; á

Heinabergsfjöllum er Vörðutindur (3369’) hæstur. Fyrir ut-

an Hafrafellsháls ganga Heinabergsjöklar saman á 700 faðma

svæði og er mikil aurrönd á takmörkunum. Heinabergs-

jöklar eru 1^/a—2 milur á lengd, eystri jökullinn er þriðj-

ungur mílu á breidd en hinn vestri ofan til hálf míla, en

neðar mjókkar hann, er hann gengur niður milli Hafrafells

og Skálafellshnútu. Fyrir neðan fíótarfjall (2630’) gengur

eystri jökullinn fyrir mynnið á Vatnsdal og myndast þar

allstórt uppistöðuvatn, sem stundum orsakar hlaup i Hólmsá

og eru viða á eyrum við hana stórir bollar, þar sem jökul-

stykki hafa bráðnað. Eftir miðjum jöklhmm er bein aur-

rák, mjög mikil. Neðsti endi hins eystra jökuls liggur 200

fet yfir sjó, þaðan renna kvíslir i Landvatn, en Heinabergs-

4

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free