- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
154

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

EldfjölL.

til sjávar yfir þau héruð, lun sanda og leirur, og hefir þar
þá ekki verið byggilegt.1) Hin einasta landnámsjörð. sem
talin er i Meðallandi, er Skarð, en þar er sagt, að Skarð sé
fyrir austan Geirlandsá. Aðaláin á Síðunni hefir þá verið
Geir-landsá og hafa aðrar bergvatnsár frá heiðunum sameinað sig
henni á sléttlendunum, áður hún féll til sjóar. Strandlengjan á
þessu svæði hefir efiaust verið öðruvisi í landnámstið. t*að er
óliklegt, að landnámsmenn allir, sem settust að i þessum
héruð-um. hafi flutt sig þangað langa leið landvegmeð alt sitt hyski og
farangur, þvi litið hlýtur þá að hafa verið um hesta. Að minsta
kosti hafa Papar, sem komu til Islands á 8. öld og settust
að í Kirkjubæ, varla haft marga fararskjóta. Pað er þvi
líklegt, að lendingar hafi verið hér ýmsar, sem nú eru ekki,
og vist er það, að ströndin hefir breyzt ákaflega af árburði
og jökulhlaupum. Kerlingarfjörður, sem getið er um i
Land-námu, fyltist og hvarf snemma af Kötluhlaupum og það er
alls ekki ósennilegt, að fjörður hafi á 8. og 9. öld gengið
inn i ströndina, þar sem nú er Skaftárós og Landbrot.
Fjörður þessi hefir ef til vill gengið upp undir Kirkjubæ og
verið skipgengur, i hann hefir Fjarðará runnið, litil á á
Siðu, sem nefnd er i Landnámu með þvi nafni, þó enginn
fjörður sýnist hafa verið þar i 9 eða 10 aldir. Hafi
fjörð-urinn verið til, hafa Geirlandsá og Fjarðará runnið út i
hann, i báðum er bergvatn, svo þær hafa ekki getað borið
neitt til muna af aur i fjörðinn, svo vel getur verið að
hann hafi verið skipgengur, en undireins og jökulvötn fengu
útrás þangað, hlaut hann að grynka. Kvislalönd tveggja
jökulfijóta hafa þó verið beggja megin, Lómagnúpsá
(Núps-vötn), að austan og Skaftá í Meðallöndum að vestan. Pess
hefir fyr verið getið. að Landbrot er alt fult af hraunkötlum

’) Af frásögn Landnámu um landnám Vilbalds og ísólfs virðist
mega ráða. að Skaftá og Kúðafljót bafa verið sérstakar ár, sem eigi
hafa runnið sanian, en Eldgjárhraunið hefír síðan hrakið Skaftá u’pp
að Skaf’tártungu og saman við Kiiðatljót. Yrmsar fornar frásögur um
Ki’iðaós, Kúðafjörð og Kúðafljót verða með þessu móti skiljanle^ar.
Ki’iðafijót hefir á landuámstíð eigi verið nærri eins mikið jökulvatn
einsog seinna varð. Sbr. Dipl. Island. II, bls. 853 — 55,871.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free