- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
272

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

272

r

Islenzkar bergtegunclir.

í lægðirnar og þar eru offc mýrasund og tjarnir.
Grágrýtis-hraunin i Mosfellssveit og kringum Reykjavík og
Hafnar-fjörð eru öll með háum ásum og öldum og eins hraunin
uppi á hálendi sumstaðar, t. d. fyrir norðan Hofsjökul.
Hvergi eru slikir ásar jafnstórgerðir eða eins bygðir i
nýjum hraunum og hefir enn ekki tekist að skýra hvernig
á myndun þeirra stendur. Aldur grágrýtishrauna virðist
vera mjög mismunandi. Pau hafa liklega runnið á öllum

W. Bisiker.

t

116. mynd, Isnúið grágrýtishraun á Mosfellsheiði.

timum frá þvi i pliocene fram á vora jarðöld; fiest hafa ef
til vill runnið á isöldu og á timabilinu næsta þar á undan,
en sum eru svo ung, að það er varla liklegt að þau hafi
orðið til, fyr en mestur jökull var horfinn af landinu. Pó
getur vel hugsast, að grágrýtishraun aðallega séu mynduð
undir jökulfargi og myndist enn við gos i hájöklum1).
Grágrýtishraunin eru mjög nátengd móbergi og þussabergi
og skiftast oft á við þær bergtegundir; hinar elztu
mó-bergsmyndanir eru þó liklega eldri en öll grágrýtishraun.

’) Shr. „Grundriss" bls. 317—318.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0284.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free