- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
297

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hallbjarnarstaðakambur.

297

örðugt að segja með vissu, hve hátt upp á landið sjór heíir
náð á fyrri timum.

Frá hinum eldri jarðtimabilum fyrir isöldu hafa enn
hvergi fundist skeljaleifar nema á Tjörnesi, i H allb j
arnar-staðakambi og þar í nánd. A vesturströndu Tjörness eru
leirbakkar við sjó, 200—250 feta háir, en blágryti undir.
Blágrýtið hefir viða sigið og kubbast i sundur i ræmur
jafn-hliða ströndu, eftir að leirinn hafði myndast, svo
surtar-brands- og skeljalög eru sumstaðar komin á misvíxl.
Ald-urshlutföll hinna einstöku laga eru þvi ef til vill nokkuð

r

mismunandi, en það má heita órannsakað. I Hrmgvershvilft
er surtarbrandur i 5 þunnum lögum og 4 lög utar, þau
hall-ast dálitið (4°) til norðurs; þar hafa og fundist steinrunnir
trébútar með kalkspathi og sjaldgæfu steinefni, sem kallað
er xylochlor. I bökkunum út með Tjörnesi vestanverðu
eru víða skeljar, en langmest er af þeim fyrir neðan
Hall-bjarnarstaði. Par er mesti urmull af skeljum og kuðungum
i lögum eða böndum i leirnum, oft sérstök tegund i hverri
ræmu. Yiða eru þar gulir kalkspatli-krystallar innan i
skeljum, sem menn kalla »sykurberg< eftir útlitinu.
Skelja-lögin hallast norður og niður og ofan á þeim er skeljalaus
eða skeljalitill leir jafnhliða, en þar ofan á isaldarruðningur
i ójafnhliða lögum. Hvernig hin upprunalega afstaða
þess-ara skeljalaga er til hins núverandi fjöruborðs, er varla
hægt að sjá vegna hinna miklu bresta, sigs og
sundurkubb-unar, sem orðin er; af sömu ástæðu er örðugt að ákveða
með vissu þykt þessara myndana, en hún virðist vera
all-mikil. Skeljar þær, sem fundist hafa i
Hallbjarnarstaða-kambi, teljast til timabils þess seint á »pliocene«, sem heitir
»crag«-timi. en hvort hin einstöku lög eru nokkurnveginn
jafngömul eða misgömul, hefir enn eigi verið rannsakað1).
Meginþorri þessara skeldýrategunda getur nú eigi lifað i
íslandshöfum fyrir kulda sakir; margar tegundir þessara
skelja eiga heima i Ameriku, en annars eru skeljar þær,

x) í leirlögum á Tjörnesi bafá líka fundist yngri skeljar, bvalbein
og selabein.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0309.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free