- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
590

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

590

Skrápdýr. Hveljudýr.

dýpi. Echinus acutus er algengur við Tsland að suðvestan
á 130—690 faðma dvpi; hjartigull (Spatangus purpureus) er
líka nokkuð algengur. Hin skritnu igulker, Phormosoma
placenta, með mjúkri skel. og Pourtalesia Jeffreysi, aflangt
einsog flaska. hafa fundist á djúpum sjó nærri Tslandi. Af
sæbjúgum eru lika til ýmsar tegundir, algengastar eru
brim-bútar (Cucumaria frondosa) og gjátaska (Psolus phantapus).
Af hveljudýrum eru allmörg við Island. marglyttur (Aurelia)
eru alþektar og algengar og rifhveljur, gagnsæjar, holar
kúlur, sjást stundum; belghveljur (Physophora), sem
haf-ast við i suðurhöfum. hafa rekið hingað einstöku sinnum.
Hveljupolýpana við Island þekkja menn bezt, því þá hefir
Bjarni Sæmundsson sérstaklega rannsakað og hafði 1902
fundið 60 tegundir;1) af þeim hafa 43 fundist við Noreg,
32 við Danmörku, 50 við Bretland, 31 við Grænland, 19 við
austurströnd Ameriku; þessi hveljudýr eru þvi skyldust
sams-konar dýrum við Bretland; þrjár tegundir, sem áður aðeins
þektust við Grænland, hafa fundist djúpt fyrir Austfjörðum.
Pessi fiokkur sýnir sem aðrh’ niðurröðun eftir straumum og
sævarhita. Af blómdýrum er allmargt i sjónum kringum
Is-land, en þau hafa ekki verið rannsökuð i samanhengi,
sæ-fiflar (Actinia) eru algengir og i djúpum sjó er mikið af
hornkóröllum, liðkóröllum og þesskonar, ennfremur nokkrar
tegundir af sæfjöðrum, sem fyr var getið. Pá er til rnikið
af allskonar sæsvömpum2) og svo af ýmsum fiokkum
hlaup-dýra, en það er alt órannsakað enn.

’) Bjami Sœmundsson: Bidrag til Kundskaben oru de islandske
Hydroider. (Vidensk. Meddel. Naturh. Foren. 1902, bls. 47—74). Nn
(1911) telur B. S. 90 tegundir.

’) Vmislegt um sæsvampa viö Island eftir W. Lundbeck í
Ingolf-Expeditionen VI, 1 — 2, 1902—1905, 4°. Hins litla, sem um þessa
dýra-tlokka hefir veriö ritað. er getið í 4. bindi Landfræðissögu íslands.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0602.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free