- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
117

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nátthagar

117

má á þenna hátt teðja nægilega hérumbil 5 dagsláttur með
100 ám, og sé jarðvegurinn þur og allgóður, þá má gjöra
ráð fyrir 7 hestum af góðri töðu af hverri dagsláttu i
með-alári; verður það rúmlega einn hestur fyrir hverjar 3 ær.1)
FœriJuiar fóru bændur á Islandi fyrst að nota á 18.
öld, en þá voru þær algengar i Sviþjóð og á Englandi.
F. W. Hastfer barún, sem ferðaðist á Islandi 2) 1757 og
1760, hefir líklega fyrstur innfært færikviar að sænskum
sið, en Magnús Ketilsson mun fyrst hafa notað þær á
Vest-urlandi, og hann hefir i sérstakri ritgjörð ráðið mönnum
til að brúka þær 3) og telur þeim margt til ágætis, meðal
annars séu þær hentugar til ræktunar, þvi hundrað ær, sem
liggi i færikvíum, geti ræktað eyrisvöll á ári, og 24 ær i
færikvíum, sem færðar eru daglega, rækta, segir liann,
stærri völl en taðfall undan 6 kúm, sem inni liggja.
Auð-séð er á þvi, sem Magnús sýslumaður ritar, að
almenning-ur hefir verið mjög á móti þessari nýbreytni og viljað held-

r

ur láta ærnar liggja i stekkjarkvium. I kringum stekkina
ræktuðust sumstaðar túnbleðlar af áburðinum, og til forna.
hafa á slíkum stöðum við höfuðbýli myndast smákot, sem
þrælar og frelsingjar höfuðbóndans bjuggu i, þar af öll
gerða og traða nöfnin og kotanöfn kend við stöðla og
stekki. Smátt og smátt fjölgaði færikvium og þær
breidd-ust út um landið. Sumir söfnuðu á 18. öld áburði á
stöðl-um og í hestaréttum, báru þangað moð. rudda og mosa og
mokuðu öllu saman i haug að haustinu.4) Eftir þvi sem
sóknalýsingar segja. voru færikvíar á árunum 1840—50
mjög mismunandi margar í ýmsum héruðum. Um 1840
voru þær allvíða til nyrðra, en þó enganvegin almennar,

’) Andvari X. 1884, bls. 162. Sbr. ritdeilu um nátthaga í
Fjall-konu IV, 1887, bls. CO-31, 43. 46, 59.

2) Landfræðissa-a II, bls. 248-249.

3) Magnús Ketilsson: Um innilegu búfjár á sumrum (Gömul
Fé-lagsrit XII, 1792, bls. 1-47). Sbr. Gl. Fél. V, 88. Atli 1783, bls. 106.

4) Gömul Félagsrit I, bls. 199. í Pióðólfi IV, 1852 (um kúatjóður
bls. 354 — 355) er lýst aðí’erð til að rækta tún með því að binda
naut-pening um sumar á nóttu við hreyfanleg tjóðurtré.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free