- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
119

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áburður

119

þræla vinna og i Atlamálum þykir auðviröilegt verk aö
teðja garða. t^egar Glúmur varð að fara frá Þverá, sendi
Einar Eyjólfsson verkmenn sina um vorið til að vinna
landið.1) liklega til að berja á velli, stinga upp akra og
túnreiti o. á. frv. I Jónsbók er leiguliði skyldaður til að
færa »alla myki á völl undan fénaði sinum. áðr hann ferr
af jörðu«, og yfirleitt eru hin fornu lög órækur vottur
þess,2) að fornmenn töddu tún sín rækilega og töldu
áburð-inn d)?rmætan. enda hefðu þeir ekki getað haft eins mikil
kúabú. hefðu þeir eigi ræktað vel túnin. Annars er litið
skyrt frá ræktunar- og vinnuaðferðum þeirra; líklega hafa
aðferðirnar jafnan verið svipaðar fram á vora daga, nema
hvað fornmenn oftast óku á völl. eu seinni menn báru
á völl.3)

Jón Sveinsson sýslumaður lýsir 1781 áburðaraðferð
manna, einsog hún var algengust í þá daga. »Að
vetur-nóttum flytja menn mykju á völl, hlössum saman i reimar,
fæstir moka úr og láta heldur það starf biða til sumars.
eður þess tima, að tún þurfa ekki lengur skjóls við. Að
sumarmálum, só svo hlytt i veðrinu, vinna menn á völlum,
og mylja hin gagnþurru hlöss, er síðan upprakast i
hrúg-ur, og bíða betri gróðrartima, hvers bændur vænast milli
krossmessu og fardaga. Þá ausast tún og breiðast. hvað
sumir forsjálli á stundum geyma til næstu náttdaggar eða
regns. Sé tún ausið en eigi breitt, má það aftur hreinsast
að fullum gróðri, sem oftast sker þrem vikum frá
austrar-vinnu. Menn hreinsa völl, þá áburðurinn rakast upp i
hrúgur, en bera af velli, nær þessar aftur flytjast burt i
næstu afrakstrarhauga. sem á mörgum stöðum áð loknu
starfi uppbrenuast.« 4) Það mun lika hafa verið algengast

Svarfdæla, Rvík 1898, kap. 24. bls. 68. Kormákesaga, Rvík
1898, kap. 4, bls. 9. Yígaglúmssaga, Rvík 1897, kap. 26, bls. 76.

2) Jóxisbók (Ól. H.) bls. 136-37, 141, 282.

3) I Búalögum (bls. 57, 70) er það talið meðalmannsverk að bera
á c hesta taðkláfa á völl til ýmsra útgarða á dag.

4) Jón Sveinsson: Um vallarrækt á Norðurlandi i Gömul Félags
rit I, bls. 168).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free