- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
306

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

306

Sauðfjárrækt

Hallgrímur Porbergsson, sem einna mest hefir skoðað
og athugað sauðféð i vmsum héruðum á Islandi á þessari
öld, hefir skift islenzku sauðfé i flokka eftir smáafbrigðum
i ytra útliti, einkum eftir lit. Telur hann frumliti islenzks
sauðfénaðar gult og livítt, þeir ættstofnar hafi í öndverðu
verið fluttir til landsins og svipuð, óræktuð fjárkyn eru enn
til á Norður-Rússlandi. Gult fé í andliti og á fótum er
mjög algengt á Norðurlandi, mest þó i Húnavatnssýslu og
Strandasýslu, en nokkuð af því mun vera dreift um alt land.
Sumt er rauðgult og þá oft með gula ull, aiinað ljósgult og
þá með hvita ull. Þessu gula fó má skifta i tvær deildir,
eftir þvi hvort það er snögghært í andliti eða loðið i
vöng-um. far sem mest kveður að sauðfónu i Múlasýslum, er
það hið gula og snögghærða i andliti sem er bezt, og
yfir-leitt sýnir reynslan alstaðar, að það er þetta afbrigði, sem
er hraustast og bezt til afurða. Hvitt fé i andliti og með
hvita ull er næst gula fénu mest útbreitt og á Norðurlandi
algengast i Eyjafjarðarsýslu, ullin er fin, en þó mismunandi;
það skiftist líka i snögghærða og loðna deild. Pessi tvenn
kynferði telur hann aðalafbrigði islenzks fénaðar, algengust,
frumlegust og liklega elzt. Onnur litaafbrigði eru
blá-hvitt fó i andliti, svartdropótt og grákolótt, hið siðastnefnda
er oft gott afbrigði og er sú deild þess, sem snögghærð
er í andliti, oft hraust og harðgjör. í>á eru til ýms önnur
litaafbrigði á strjálingi, mókolótt fé af enskum ættstofni,
dökkleitt fé, svart, mórautt og grátt, og er svarta féð
al-gengast, þá er til tvilitt fé, svartflekkótt, móflekkótt,
grá-flekkótt og með þessum litum botnótt og goltótt.1)
Koll-óttar kindur koma fyrir í öllum deildum og afbrigðum.
Fer-hyrnt og þríhyrnt fé kemur fyrir stöku sinnum á
strjál-ingi, en er sjaldgæft, eru slikar kindur vanalega rýrar og
litt þroskaðar að öðru leyti. Pær skröksögur gengu
fyrr-um lengi i útlöndum og sjást enn í fornum landfræðisbók-

Búnaðarrit XXI, 1907, bls. 89-92. Um litaafbrigði fénaðar sjá
ennfreraur Jón H. Þorbergsson: Kynbætur saaðfjár, bls. 15—20. I
Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði er mikið aí mislitu fé, flekkóttu,
bíldóttu, golsóttu o. s. frv. (Freyr. IV, bls. 131).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0324.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free