- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
6

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 6

pundarann og gerði sér sem mest far um að vega rétt, hrópaði
kaupmaður í sífellu: »Vegðu rétt, strákur!» og meinti með því
að Skúli skyldi vega kaupmanni i vil.1 Fékk hann því loks
ráðið, að faðir hans tókhann frá þeim starfa, og naut hann þar
að tilstyrks afa síns, því karlinum var eigi mikið gefið um
verzl-unarstéttina. Hvarf hugur hans nú helzt at skólanámi, og varð
það úr, að hann haustið 1727 fór til séra þorleifs Skaptasonar2
i Múla til að búa sig undir skóla, en eigi gekk honum námið
greitt í fyrstu. Um þessar mundir báru og ýmsar raunir að
höndum. Jón eldri, bróðir hans, er þótti fyrirtaks mannsefni,
andaðist á bezta reki, og á þorra veturinn 1728 druknaði faðir
hans. Yoru þau tildrög til þess, að hann var að sækja rekavið
á báti og stjakaði með ár, en árin brotnaði og hann hraut
útbyrðis. Kom nú töf á lærdóminn, og var eigi annað sýnna
en að Skúli yrði að hætta námi, því ekkjan var bláfátæk og 6
börn yngri en Skúli fyrir að sjá. ]?ótti Skúla sem það væri
skylda sín að standa fyrir búi móður sinnar og vera henni til
aðstoðar í raunum hennar; tók hann því að örvílnast um, að
sér mundi nokkurn tíma auðið að ljúka námi. En einmitt um
þessar mundir var hann kominn á góðan rekspöl að því er
námið snerti og búinn að fá brennandi löngun til að halda því
áfram, og má því nærri geta að honum hefur tekið þetta sárt.
Taldi hann harmatölur sinar fyrir Einari afa sinum, en hann
talaði kjark í hann, svo Skúli þrátt fyrir allt tók til námsins
aptur árið eptir. Naut hann þann vetur styrks ofurlítils frá
Magnúsi presti Markússyni á Grenjaðarstað (pr. að Grenjaðarstað
1708—1733). £>ó má svo að orði kveða, að ógæfan hafi elt
hann um þessar mundir, þvi skömmu síðar barþað við, að hann
fékk byltu slæma í glímu við Gísla Magnússon, er síðar varð
biskup (biskup á Hólum 1755—1779), og lesti svo vinstra fót

1 íað er eigi með öllu óliklegt, að Skúli hér kunni að gera nokkuð
meira úr hörku og rangsleitni kaupmanns, en rétt er. fess ber að
gæta, að æfisögubrot það. er þetta er byggt á, er skrifað eptir
að risinn var upp megn fjandskapur með honum og kaupmönnum
og eptir að staðið höfðu rimmur með þeim í mörg ár. Áhinnbóginn
var Skúli heldur aldrei vanur að draga úr, er hann minntist á
kaupmenn.

’ forleifur var prestur í Múla 1724—1748, og varð prófastur 1734.
Hann kendi mörgum piltuin og útskrifaði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free