- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
55

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON.

55

moldina, og þegar stráin tóku að koma upp, átu skepnurnar það
óðar, því hvorki var girðing né skurður til varnar«. f>ó ber
þess að geta, að nokkrir af bændunum lögðu mikla stund á
korn-yrkjuna, en kornið þreifst þó eigi vel þrátt fyrir alla alúð þeirra.
í>egar heQa skyldi brennisteinssuðuna mistókst allt lengi vel og
kom eigi lag á hana fyr en Skúli sjálfur fór til og tók þátt í
henni. Eptir margvíslegar tilraunir í heila viku tókst honum loks
að ná hreinum og góðum brennisteini. Litunarhúsið var reist
mikils til of langt frá hinum öðrum verksmiðjuhúsum og tafði
það stórum fyrir; varð það loks úr að það var flutt til
Reykja-víkur með ærnum kostnaði, og reyndist vatnið í Reykjavík full
gott til litunar, þótt Danuenberg hefði haft aðra skoðun. En það
sem mest og bezt átti þátt í að draga úr aðgerðum stofnananna,
var, eins og áður hefur sagt verið, verzlunarfélagið og verður
eigi metið til fullnustu ógagn það. er kaupmenn unnu
stofnun-unum með klækjum sínum og þverúð. Má það hreint og beint furða
heita, að stofnanirnar eigi með öllu féllu niður og duttu úr sögunni.

V.

í langan aldur hafði einokunarverzlunin hvílt eins og
mar-tröð yfir hinni íslenzku þjóð áður menn risu öndverðir gegn
henni. Svo tugum ára skipti höfðu kaupmeun setið einvaldir á
höfnum landsins og ráðið lofi og lögum í verzlucarsökum, án
þess að nokkur yrði til þess að andæfa þeim. Margt hafði þeim
og landsmönnum farið á milli án þess mikið væri úr gert, og
marga höfðu þeir sárt ieikið án þess að sæta refsingu fyrir. |>að
lá á þeirra valdi að græta og kæta margan mann, og það opt
þó eigi væri nema um smámuni að ræða. J>eir gátu á ýmsan
hátt farið á bak við verzlunarskilmálana án þess berlega að brjóta
Þá, og þeir voru nógu séðir til þess að beita eigi klækjum sinum
við meiri háttar menn, heldur aðeins við Iítilmagnann. Heldrí
mönnum tóku þeir tveim höndum, er þeir komu í kaupstaðinn,
og létu uppi við þá alt hið bezta, er til var, en fátæklingum
misbuðu þeir opt og á margan hátt. í>annig sáu þeir svo til,
að þeir alloptast höfðu stórmenni á sinu bandi. og stórmennin
aptur á móti kynokuðu sér við að brjóta af sér náð og hylli
kaupmanna með því að taka málstað fátæklinganna. Alþýðan
sjálf hafði hvorki áræði til að hefja mál né fjármagn til að halda
þeim til streitu, því kaupmenn iétu það i veðri vaka, að þeir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0065.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free