- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
90

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

SK.ÚLI LANDFÓGETI MAGNÚSSON. 90

væri varið og leggja ráð á, hversu helzt mætti koma landinu
upp og bæta það, er aflaga færi. í nefndinni sátu 3 menn:
þorkell Fjeldsted, fyrverandi lögmaður á Færeyjum og siðar
amt-maður í J>rándheimi, Andreas Holt, ráðherra í Kristjaniu og
kaupmaður nokkur að nafni Thomas Windekilde. fegar eptir að
nefnd þessi var skipuð, skrifaði Skúli stjórninni, lýsti framferði
félagsins gagnvart stofnununum og beiddist þess, að tveim af
nefndarmönnum, Holt og Fjeldsted, væri falið á hendur að
rann-saka málið. En beiðni hans var enn synjað, og mun það mest
hafa komið til af því, að stjórnin hefur óttast að slíkt mundi
verða of tafsamt fyrir nefndina, er hafði svo stórt starf á hendi
fyrir. Hér að auk hefur stjórnina máske rekið minni til, hversu
fór með málarannsóknir Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um
þær mundir, er þeir ferðuðust á Islandi. Nefndin dvaldi eitt ár
á íslandi og sneri að þvi búnu aptur til Hafnar og lagði fram
árangurinn afförinni. Hafði hún meðferðis mesta fjölda af skjölum
víðsvegar af landi og ýmislegs innihalds, og eru þau geymd á
Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Skúli skrifaði ýtarlega um
stofnanirnar frá fyrstu byrjun og allt til þess tíma, og er það
stór bók. Nefndarmenn höfðu og sjálfir gott tækifæri til að
kynna sér ástand stofnananna, því þeir sátu lengstum í
Reykja-vík. Gáfu þeir stjórninni svolátandi skýrslu um ásigkomulag
þeirra:

»Vér höfum skoðað verksmiðjurnar og orðið þess varir, að
eigi ganga þar nema 5 vefir; er á einn þeirra ofið kirsey, á einn
vaðmál og á þrjá klæði. Á síðastliðnu ári var eigi lagt meira
af ull og bandi til þeirra en 17—18 skff, en með því háttalagi
verður eigi unnið meira en 2js hlutar þess, er að öðrum kosti
mætti afkasta með því fólki og áhöldum, er nú eru þar. Af
vinnufólki stofnananna fá 5 árskaup, og þeir 18 sveinar, er við
stofnanirnar eru, fá sumir vikukaup en sumum er goldið á hvern
stranga. Hið sama er að segja um vinnudrengina. pófaranum
er goldið á hvern stranga, er hann þæfir, en þófaramylnan er
mjög af sér gengin og þarf bráðra endurbóta. Hinar aðrar
greinar stofnananna, svo sem sútunin, færasnúningurinn og
fiski-veiðarnar, eru nú með öllu lagðar niður. Brennisteinnssuðunni
við Húsavík er að vísu haldið áfram, en eigi er oss að fullu
kunnugt, hvernig hún gengur. — Æskilegt væri að
færasnúningn-um yrði haldið áfram og að þar yrðu snúin bæði haldfæri og
annað, og það því fremur, sem bæði er til þess hentugur staður,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free