- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
199

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

199

N. M. Petersen1 og Sveinn Skúlason2 eru jafnvel enn þá á þessari
skoðun, og styðst hún við formála þann í
Sturlunguhandritun-um, sem stendur næst á eftir Sturlusögu. pessir hinir eldri
vís-indamenn virðast allir hafa fylgt þeim hinum sama texta formálans,
sem stendur í eldri útgáfunni, jafnvel þeir sem rituðu, áður enn
hún kom út3. Orð formálans eru þessi (eftir Sturl.1): »Flestar
sögur, er hér hafa giörst á Islandi, voru ritadar ádr Brandr
hiskup Sæmundarson andadist, en þær sögur, er sídan hafa giörst,
voru lítt ritadar ádr Sturla skáld þórdarson sagdi fyrir
Islend-íngasögur«4. Sumir hjeldu, að með orðunum »Flestar sögur» væri
átt við sögurnar í Sturlungusafninu, sem gerzt hefðu fyrir
and-lát Brands biskups, og eignuðu honum því allar þessar sögur,
enn Sturlu hinar, sem gerast eftir andlát biskups. Aðrir hjeldu,
að »Flestar sögur« ætti ekki við neinar af sögum
Sturlungu-safnsins, heldur við aðrar íslendingasögur utan Sturlungu, og
ályktuðu af þessu, að allar þær sögur, sem gerast á hinni
svo-kölluðu söguöld (930—1030), væri ritaðar, áður enn Brandur
biskup dó, enn eignuðu Sturlu alla eða mestalla Sturlungu.
Samt sem áður gat það ekki dulizt þessum mönnum, að Sturla
hafði ekki lagt síðustu hönd á Sturlungu, heldur hafði einhver
annar fjallað um hana eftir hann. f>að rjeðu þeir einnig af
sama formálanum, því að þar stendur (Sturl.1): »þvíat hann
var göfugr, gódsamr, allvitur ok hófsamr madr, diarfr ok
ein-ardr. Láti gud honum nú raun lofi betri.«B Finnur Jónsson
tekur þetta beinlinis fram í kirkjusögu sinni (I, 210), og Bjarni
Thorsteinsson eftir honum. P. E. Muller kastaði því fram í
Sagabibliothek á þeim stað, er til var vitnað, að einhver klerkur
hlyti að hafa aukið inn í Sturlungu ýmsu úr sögu Guðmundar
bins góða. Á þetta fjellst Finnur Magnússon í Grönlands hist.
Mindesmærker I, 67. bls. og bætti því við, að sami maðurinn
mundi hafa aukið við Geirmundarþætti og Guðmundar sögu dýra.
Og hann gengur feti lengra. Hann reynir að sýna fram á, hver
sá maður sje, sem hafi aukið þessu inn í og lagt síðustu hönd
á Sturlungu. Hann bendir fyrstur manna á hina merkilegu mis-

1 Ann. f. nord. Oldk. og Hist. 1861, 206,—207. bls.

a Safn til s. ísl. I, 590.-592. bls.

3 T. d. Finnur biskup í Hist. eccl. á þeim stað, sem til var vitnað.

4 Sturl.1 I, 107. bls.
4 Sturl.’ s. st.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free