- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
248

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

248

TJM STURLUNGU.

göfgir.1 f>eir vóru náskyldir Hrafni Sveinbjarnarsyni, manni
firnari enn bræðrungar.2 í Skálholts annál er getið um andlát
Tómasar prests við árið 1253, og er eigi ólíklegt, að sá Tómas
sje sami maður og Tómas Ragnheiðarson3, og í ártíðaskrá þeirri,
sem prentuð er í Langebek, Scriptores rer. Dauicarum VIII, 555.
bls. og í Sturl.2 II, 472. bls. er dauðadagur hans talinn 7. maí.4
Sagan ber þess víða menjar, að höfundur hennar hefur verið
klerkur. f>etta má á mörgum stöðum lesa á milli línanna í
sög-unni, enn einkum er það ljóst af því, að sagan tilfærir á latínu
orð Páls postula: Alii gratia sanitatum iu eodem spiritu (l.Cor.
12. 9.)5, og þýðir þau á íslenzku.6 Vafalaust hefur höfundurinn
einnig verið náskyldur Hrafni og líklega afkomandi Bárðar
svarta.7 Einkennileg í þessu efni eru orð hans um dýrgrip þann,
sem Bjarni Kolbeinsson Orkneyingabiskup gaf Hrafni: ’
þatfiug-urgull, er stóð eyri, ok var inerkt á hrafu ok nafn hans, svá at
innsigla má með«.8 Af nútíðinni »má« liggur nærri að álykta,
að höfundurinn hafi haft þennan ættargrip undir höndum, þegar
hann skrifaði þetta. |>að lítið, sem sagan þannig fræðir oss um

1 Sturl 1 III, 3. og 27. bls. 2II, 2. og 23. bls.

a Sturl.1 I, 51.-52. bls. 21, 192. bls. 2II, 288. bls. Bisk. I, 654. bls.
Frændsemi þeirra var þannig báttað:

Bárðr svai’ti Atlason

Sveinbjörn Árón

I I

Hrafn Ragnheiðr cn þórarinn þorkelsson

Krákr Eyvindr Tómas Halldórr.

3 ísl. annálar, útg. G. Storms, 191. bls. Grönlands hist.
Mindes-mærker II, 726. bls.

4 Sjá nú einnig ísl. Ártiðaskrár, útg. Jóns yngra þorkelssonar, 116.
og 122. bls.

5 Sturl.2 II, 280. bls. Bisk. I, 645. bls.

s þýðingin («sumum mönnum er gefin miskunn heilags anda-) er
reyndar eigi rjett, enn þó sjest á sambandinu, að höf. hefur skilið
rjett hugsunina í orðum Páls. Hjer er því eitthvað aflagað í
hand-ritunum og virðist liklegt, að upphaflega hafi staðið: »Sumum
mönnum er gefin miskunn lækningar af (i?) helgum anda«.

7 Sbr. Sturl.2 II, 276. bls. Bisk. I, 640. bls.: »Svá kom lækning af
guðs miskunn fyrsta sinni í kyn Bárðar svarta«.

8 Bisk. I, 641. bls. Sturl.2 II, 277. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free