- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
257

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

257

upp að fóstri »með ágætum maDni f>orláki Ketilssyni í
Hitar-dal«, og að þeir Sturla Sighvatsson hafi verið fóstbræður, þar til
er Sturla fór burt úr Hitardal fimtán vetra gamall til föður
síns, enn Árón í Flatey til Eyjólfs. »Kómu þá í greinir
nökk-urar með þeim, áðr þeir skilðu».1 fetta kynni í fijótu bragði
að virðast vera útdráttur úr Áróns sögu 2. k„ sem segir frá
þessu miklu greinilegar, og að nokkru leyti með keimlíkum
orð-um.2 J>ó er orðavalið ekki svo líkt, að af því megi ráða, að
öunur sagan hafi haft hina fyrir sjer, og hjer við bætist, að það
er nokkuð vafasamt, hvort vjer höfum hjer íslendinga sögu
text-ann upphaflegan og óbreyttan. Sturla er aunars ekki vanur því.
þó að hann nefni einhvern höfðingja, að kalla hann »ágætan
manns og þetta er hjer því grunsamara, sem þetta heiðursnafn
er á þessum stað haft um Þorlák Ketilsson, sem virðÍ3t hafa
verið forfaðir safnanda Sturlungu. fað er því mjög líklegt, að
safnandinn hafi hjer aukið þessu inn í til þess að heiðra forföður
sinn, og ef til vill hefur hann breytt fleiru í þessum litla kafla.
Af honum einum verður því ekkert ráðið. Aðgæzluverð er líka
ósamkvæmni sú, sem er á milli sagnanna um það, að
íslend-inga saga segir, að Árón hafl farið beint frá forláki til Eyjólfs
í Flatey, enn Áróns saga, að hann hafi fyrst farið til Helga
föðurbróður síns og síðar með honum til Eyjólfs.

Sagan um það, þegar Tumi Sighvatsson hrakti Guðmund
biskup af stóli sínum út til Málmeyjar og settist sjálfur á
Hóla-stað, er alt öðruvísi sögð í Jslendinga sögu enn i Áróns sögu.
Orðavalið er ólíkt og efnið ekki heldur hið sama, því að hjer
fyllir hvor sagan aðra. Íslendinga saga segir þannig frá
samn-ingum Tuma við bændur í Skagafirði, sem Áróns saga getur
ekki um, enn aftur á móti segir íslendinga saga ekki frá því,
sem stendur í Áróns sögu, að biskup hafi sent vestur eftir
Eyj-ólfi Kárssyni. Að eins ein lit.il málsgrein er lík í báðum sögunum,
enn það virðist geta verið sprottið af tilviljun einni, enda eru
orðin ekki alveg samhljóða.3

1 Sturl.1 II, 43. bls. 21, 233. bls.

2 Bisk. I, 620. bls. Sturl.2 II. 313. bls. þau orð í Áróns s., sem
eink-um minna á Islendinga sögu, eru þessi: -Maðr hét þorlákrokvar
Ketilsson, er bjó í Hitardal. . ., ok var göfugmenni mikit». »Enn
þá er meirr tók at greinask með þeim kumpánum» o. s. frv.

s Sturl.1 II, 65. bls. 2 1, 252. bls.: *Tumi sezk nú á staðinn með
sveit sína, sem hann væri hans föðurleifð<. Sbr. Áróns s. Bisk.

17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free