- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
321

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

321

þetta vera nógu greinilegt, og hefur viljað miða veturinn við
Víðinessbardaga til að taka af öll tvímæli. Enn sje nú »j<Sl«
hjer hinn upphaflegi lesháttur, þá er ólíklegt, að Sturla hafi
til-tekið burðartíð Gizurar svo nákvæmlega, þar sem hann t. d.
ekki greinir burðartíð frænda sinna Tuma og Sturlu
Sighvats-sona framar enn svo, að hann segir, að Tumi hafi verið fæddur
um sumarið, er þau Sighvatr og Halldóra »höfðu vetr ásamt
verit«, enn Sturla ári síðar, og segir hann þó greinilega frá
fæð-ingu Sturlu.1 Ef hin tilfærðu inngangsorð kapítulans um
fæð-ingu Gizurar, eins og þau eru í B, eru tekin eftir Gizurar sögu,
sem alt bendir til, þá hlýtur í henni að hafa verið sögð æfisaga
Þorvalds, föður Gizurar, fram á veturinn 1208—1209 næst á
eftir Haukdælaþættinum, og vísa þá orðin »vetrinn eptir« til
niðurlags þessa kafla, sem er týndur, af því að Islendinga saga
hefur bolað honum burt í Sturlungu. Ef vjer nú lesum
kapí-tulann áfram, þá kemur fleira á eftir, sem sýnir, að Sturla muni
ekki geta verið höfundur kapítulans. forvaldr vill ekki láta son
sinn heita eftir Kolbeini Tumasyni, því að viðsjárvert sje að láta
heita eftir þeim mönnum, er skjótt verða af heimi kallaðir.
sMun ek son minn láta heita Gizur«, segir hann, »því at lítt

12 vetra sumarið eftir, er hann sótti Lopt, og sýnir þaö, hversu
mikið er að marka þennan annál. Á öðrum stað er sagt. að
Giz-Urr hafi haft átta irai tvítugt það ár, sem þeir dóu biskuparnir
Magnús og Guðmundr (1237), og skort vetur á tvítugan, þegar hann
gerðist skutilsveinn (Sturl.1 II, 189. bls. 31, 351. bls.). Og enn er
það sagt (Sturl.1 III, 287. bls. 2II, 250. bls.), að Gizur hafi skort
vetur á fimtugan, er hann varð jarl (1258), vetur á fertugan, er
hann gekk suður (1248, sjá síðar), vetur á þrítugan, er
Örlygs-staðafundur var (1238), og vetur á tvitugan, er hann gerðist
skutil-sveinn. Alt kemur þetta vel heim við það, að Gizurr sje fæddur
1209, nema það, að hann hafi verið 19 vetra, er hann varð
skutil-sveinn, svo framarlega sem það er rjett í Islendinga sögu, að
Giz-urr hafi farið utan í fyrsta sinn árið 1229 um leið og Jón murtr
(Sturl.1 II, 116. bls. SI, 293. bls. sbr. ísl. annála) — eftir því ætti
hann að vera fæddur 1210 — enn verið getur, að hjer skakki ári

i íslendinga s. og annálum og hafi Gizurr farið utan ári fyr enn

Jón murtr, og þá kemur alt heim. það var eðlilegt, að menn gæti

rangmint, að þeir mágar hefðu farið utan saman, vegna þess
öhappa-atburðar, sem á eftir fór, að Gizurr óviljandi hjelt Jóni

undir högg, er hann hlaut liana af.

1 sturl.i I, 199.-200. bls. 1 1, 201.-202. bls.

21

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0331.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free