- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
332

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

332

UM STURLUNGtJ.

þeir Auðunni koll og grunar, að hann sje njósnarmaður Gizurar,

enn sleppa honum aftur........og koma til Laugarvatns

um dagsetursskeið, frjetta þar, að Gizurr sje í Skálaholti og snúa
síðan í Skálaholt. Öll þessi nákvæma frásögn — og sjerstaklega
þau orð, sem tilfærð vóru orðrjett — hlýtur að vera eftir mann,
sem var í förinni og sat með Órækju at náttverði á pingvelli,
og getur það enginn annar verið enn Sturla. Enn inn í þessa
frásögn er hleypt tveim greinum á þeim stöðum, sem jeg hef
auðkent með púnktum, og segja báðar mjög nákvæmlega frá,
hvernig ástatt var hjá Gizuri um sama leyti. Fyrri greinin segir
fyrst frá því, at Gizurr sat í Tungu um veturinn og hafði boðið
til sín vinutn sínum »átta dag jóla«. Frásögnin er mjög ítarleg,
sagt frá drykkjunni »átta aptan jóla»,1 að vopn vóru borin í
skála, er menn komu úr baði, og lögð hjá hvers manns rúmi,
að Gizurr ljet sauma að höndum sjer, áður hann lagðist til
svefns o. s. frv. þá kemur porsteinn langr og segir frjettimar,
víg Klængs, og að þeirra Órækju sje von. Tekur Gizurr þá það
ráð að ríða í Skálaholt á náðir Sigvarðs biskups, setur eftir menn
til að bera gripi sína í kirkju og fylgja móður sinni í Skálaholt
morguninn eftir, enn riður sjálfur í Skálaholt með Hall son sinn,
niu vetra gamlan. J>egar þar er komið, er frásögnin eins
ná-kvæm; það er sagt frá því, nær þeir komu (»fyrir miðja nótt«),
að biskup »var sofnaðr ok vaknar þegar, er Gizurr gekk at
hvíl-unni«, frá viðtali þeirra þá um nóttina og ráðagerðum Gizurar
morguninn eftir við biskup og Lopt biskupsson, og loks frá því,
að Auðunn kollr var sendur til að njósna um ferð Órækju. Öll
þessi grein er bersýnilega sögð frá sjónarmiði manns, sem var
með Gizuri, og sumt, t. d. sagan um fund og viðtal þeirra
bisk-ups og Gizurar, vafalaust eftir sögn Gizurar sjálfs, því að
öðr-um gat ekki verið þetta jafnkunnugt. Enn alstaðar, þar seffl
einhverja sögn má rekja til Gizurar, þar eru líkindi til, að sú
sögn sje úr Gizurar sögu. Jeg hef það því fyrir satt, að þessi
grein, sem slítur sundur frásögn íslendinga sögu um ferð þeirra
Órækju, sje tekin inn í Sturlungusafnið úr Gizurar sögu. Orðin:
»Gizurr sat í Tungu um vetrinn«, minna og á orðin: »Hann sat þá
í Hróarsholti um sumarit* í 140. k., enn áður hef jeg sýnt, að
allur sá kapítuli muni vera tekinn úr Gizurar sögu, og ber það
að sama brunni.

1 = gamlárskvöld.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0342.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free