- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
462

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

462 DM STtJRLUNGU.

Vatnsfirðings og pórdísar Snorradóttur Sturlusonar,1 og hafði
farið utan með Sigurði sela, friðli sínum, fyrir utan frænda ráð
sumarið 1253.s f>órðr var þá í Noregi. Má ætla, að Sigurðr
seli hafi yfirgefið Kolfinnu í Noregi fjelausa, og |>órðr þá skotið
skjólshúsi yfir hana fyrir frændsemi sakir við móður bennar, þó
að aldrei væri vel með þeim f>órði og f>órdísi, því að þau
fór-dís og Einarr son hennar hölluðust heldur undir Kolbein unga
í viðskiftum þeirra f>órðar. {>órðr dó árið 1256, 11. dag
októ-bermánaðar, og þá hefur Kolfinna verið hjá honum. Eftir það
má ætla, að Kolfinna hafi komið út til íslands aftur og leitað
hælis hjá móður sinni og bróður á Vestíjörðum, og að Svarthöfði
hafi þar haft sögur af henni.3 ^

Af því, sem nú hefur verið sagt, virðist mega ráða það með
fullri vissu, að einhver af Dufgussonum hafi annaðhvort samið
f>órðar sögu eða þá að minsta kosti sagt fyrir um eamning
hennar, og berast öll böndin að Svarthöfða einum. f>eir
Kægil-Björn og Kolbeinn grön ganga alveg frá, því að sagan getur
sjálf um lát þeirra. Og um Björn drumb hef jeg áður tekið
það fram, að sagan um norðurferð hans sumarið 1242, er hann
sneri aftur við frjettina um útkomu þórðar, er þannig sögð, að
ólíklegt er, að hann hafi sjálfur fært eða látið færa hana í letur.
f>að er ekki ófyrirsynju, að sagan rekur svo nákvæmlega ætt
Herdísar konu Svarthöfða.4 Líka talar hún mjög hlýlega um
Hrafn, mág hans, segir t. d. mjög greinilega frá hinum
drengi-legu undirtektum hans undir liðsbón f>órðar, er þeir hittust fyrsta
sinn (sbr. áður), og að hann bauð p><5rði að taka við búi á Eyri,
þegar fiestir aðrir brugðust honum eftir víg Tuma, bróður hans,

’ Sturl.1 I, 53. bls. aI, 193. bls.

a Sturl.1 III, 177. bls. 2II, 153. bls.

3 þessari Kolfinnu þorvaldsdóttur má ekki rugla saman við Kolfinnu
þorvaldsdóttur Gizurarsonar, systur Gizurar jarls, sem nefnd er
í Haukdælaþættinum (Sturl.1 I, 208. bls. 2 1, 208. bls.). þessari
Kolfinnu, systur Gizurar, er slept í nafnaskránni við Sturl.2

* Athugavert er það og, að þar sem sagan nefnir fyrst frænda
Her-dísar, Eyvind þórarinsson, þá segir hún, að hann hafi verið >góðr
maðr ok göfugrc, og alveg sama er sagt um Tómás, bróður
Ey-vindar, þar sem hann er fyrst nefndur. Um skyldleika þeirra
bræðra þórarinssona við Hrafn Sveinbjarnarson hef jeg talað í
þættinum um Hrafns sögu. þetta er því eftirtektaverðara, sem
sagan annars er mjög spör á þess konar lofsorðum. Sturl.1 III, 3.
og 27. bls. 2II, 2. og 23. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0472.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free