- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
488

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

488

[JM STURLUNGU.

sögur af Bergi, af því að þeir vóru svo lengi samtíða, og á það
benda líka ýms orðatiltæld i fyrsta kaöanum.1 Sumt hefur og
pórðr getað haft frá þorgilsi sjálfum, því að eflaust hefur hann
oft sagt mági sínum frá æfintýrum sínum í Noregi.

í síðasta kaflanum má og finna ýmislegt, sem styrkir þá
skoðun, að f>órðr sje höfundur sögunnar. Eftir það, að þórðr
fer alfariun vestur frá forgilsi, er lítið sagt frá því, sem gerist
nyrðra hjá f>orgilsi annað enn helztu almælt tíðindi, sem vænta
mátti að bærust vestur til pórðar, t. d. um veizluna í Ási, um
það, að í>orgilsi liaíi verið skipaður Eyjafjörður af konungi, og
um flutning fórðar að Miklabæ.8 Um sumt, sem gerist þar
nyrðra, er frásögnin ónákvæm og jafnvel röng. Svo er t. d.
ívari Arnljótarsyni ruglað saman við ívar Englason, því að það
var ekki ívarr Arnljótarson, heldur nafni hans Englason, sem
kom til |>orgils í Ási sumarið 1256. Vjer höfum hjer frásögn
Sturlu pórðarsonar í Hákonar sögu hius gamla til samanburðar,
og er honum miklu betur trúandi til að greina þá nafna rjett
enn höfundi |>orgils sögu, því að Sturla var nákunnugur í
Nor-egi, enda kemur frásögn hans alveg heim við annála, að Ivarr
Englason hafi komið til íslands — ekki 1256 (»þat sunaar, er
|>orgils bjó í Ási«), heldur — 1255 og farið heim aftur til
Noregs ári síðar, enn ívarr Arnljótarson hafi ekki komið hiugað
til lands fyr enn 1260. Hákonar saga segir, að ívarr Englason
hafi verið um veturinn 1255—1256 í Skálholti, enn farið um
vorið norður til Skagafjarðar og hitt þar Heinrek biskup og forgils
og fiutt við þá konungsmál. Hafi þeir tekið vel undir og stefnt
saman bændum í Skagafirði, og hali Skagfirðingar og Eyfirðiugar
og flestir bændur í Norðlendingafjórðungi játað að gjalda konungi
skatt.3 J>að er því rjett í þorgils sögu, að ívarr haíi komið

1 T. d. Sturl.1 III, 128. bls. 2II, 109. bls.: *Bergr bauð Brynjólfi at
sækja skjölduna fyrir þorgils meö öðrum manni, ok pat vildi hann.
Bergr tólc sjúkleik um vetrinn ok lá lengi og var at kominn bana,
ok batnaði, er á leið«. Frásögnin um viðtal þorgils við konung
og drottningu er bersýnilega eftir heymarvott (Sturl.1 III, 130,—131.
bls. 2II, 111. bls.). þar vóru þeir við Árón Iljörleifsson *ok Bergr«,
segir sagan.

5 Sturl.1 III, 268.—271. bls. 2II, 234. og 236. bls,

3 Hák. s. Hák. 283, og 300. k. (Fms. X, 60.—61. og 96.-97. bls.).

ísl. annálar við árin 1255, 1256 og 1260. Dipl. Isl. I, 610.-611. og

615. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0498.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free