- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
550

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

550

ÆTTIR í STtJRLUNGU.

Björn Jcœgill Dufgússon (’Kægil-Björn’: St.2 i. 273., ii. 18.)
fyigdi þeim Sturlu Sighvatssyni og fórði kakala. Koibeinn ungi
lét drepa hann í Króksfirði á vestrför sinni 1244, og var mælt,
að hann dæi hlæjandi (St.2 ii. 43.).

KoWeinn grön Dufgússon var löngum í fylgd með
frænd-um sinum Sturlungum. Hann var fyrir skipi í Flóa-bardaga 1244,
handtók Brand Kolbeinsson á Haugsness-fundi 1246 og var síðan
að Flugumýrar-brennu 1253. Gizurr f-orvaldsson lét drepa hann
að Espihóli ’lbh 1254 (St.2 ii. 49., 73., 160., 174.).

Svarthöföi Dufgússon var fremstr þeirra bræðra að
virð-ingu. Ár 1241 fekk hann Herdísar Odds dóttur (t 1234) á
Söndum Ala sonar ins auðga á Söndum (Áli inn auðgi er
tal-inn ’Oddsson’ i Hrafns s., kap. 17.: St.2 ii. 304., og mun það
réttara, en ’forvarðsson’ í £>órðar s. hr.: Bárðar s. o. fi., bis.
104. — Kona Ála ins auðga hét Vigdís Guðlaugs dóttir |>órðar
sonar Auðunnar sonar og Ingibjargar f>orvalds dóttur Kjartans
sonar), en móðir Herdísar var Steinunn Hrafns dóttir á Eyri i
Arnarfirði (t 1213) Sveinbjarnar sonar (St.2 i. 387.), og var
Svarthöfði síðan á Eyri með Steinunni og Hrafni mági sinum.
Hann var á f>verárfundi 1255 með þeirn Hrafni Oddssyni og
Eyjólfi f>orsteinssyni, og varð sárr og komst undir bænhúsvegg
og »bað sér griða heldr ákafiega«. Gaf f>orgils Böðvarsson
hon-um grið (St.2 ii. 219.). Synir þeirra Herdísar voru Óli og
Björn.

Óli Svarthöföason átti Salgerði Jóns dóttur úr Ási Sigurðar
sonar Jóns sonar (t 1197) Loptssonar (Sigurðr Jónsson
Lopts-sonar átti Salgerði Erlends dóttur: St.2 i. 189.). Dóttir þeirra var
Steinunn (t 1361), er átti Haukr lögmaðr Erlendsson (ísl. s.2 i.
136., 270.).

JBjörn Svarthöfða son og Herdísar er að eins kunnr af
Vatns-hyrnu (|>órðar s. hr.: Bárðar s. o. fi., bls. 104.—J05., Flóam.
s.: Fs. bls. 161. — f>orleilr prestr Jónsson segir í útgáfu sinni
af Flóamanna sögu: Rvík 1884, form. bls. v., að ættartölubrot
Jóns Hákonarsonar í enda sögunnar sé bæði »ómerkilegt og
skakkt«, en færir engin rök fyrir þvi. Eg ætla það allmerkilegt
og sé enga ástæðu til þess að véfengja það). Björn
Svarthöfða-son var faðir Gizurar galla.

Oizurr galli Bjarnarson var fæddr 1269 og heitinn eptir
Gizuri jarli f>orvaldssyni (t 12/i 1268). Ár 1306 vá liann mann,
er Höskuldr hét. Gizurr fór utan 1308, gjörðist hirðmaðr Há-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0560.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free