- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
606

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

606

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

á landi, og hvorki Hagbarðs- né Hagnýjar-nafn sýnist hafa
tíðk-azt hér nokkurn tíma. Aptr á móti finst »Hagalín« sem
karl-mannsnafn á Vestfjörðum, og er það bæði afkáralegt og líkast
kvenmannsnafni (sbr. Randalín) og ætti því als ekki að tíðkast.
Af þessum stofni kemr líklega karlmannsnafnið Högni, sem er
altítt í fornsögum, og tíðkast enn í dag, þótt það sé fátíðara en
svo fallegt nafn ætti að vera. Högni Gjúkason er alkunnr af
Eddukvæðunum, og er hann í þýzkum kvæðum kallaðr Hagano,
sem sýnir, að stofninn er hag- (hagan-), og þýðingin ef til vill
verndari (sbr. hegna = friða, verja, og hegnaðr = vernd, vörn).
Enn mun vera af sama stofni hið alkunna þýzka nafn Heinrich,
sem íinst ritað í fornum þýzkum bókum Haganrich, Haginrich.
Nafn þetta er einnig til vor komið (frá Dönum á seinni öldum)
og eigi mjög fátítt, og er nú borið fram Hinrik (fyrrum
Hein-rekr). Af’ hinni frakknesku mynd þess (»Henri«) er
kvenmanns-nafnið »Henriettev< komið.

50. Hallr er tíðkanlegt nafn bæði að fornu og nýju, þótt
óvíða sé það mjög algengt. £að merkir stein, helzt lítinn
(Grett. 54) og merkilegan að einhverju (»náttúrustein«, sbr.
Fms. III. 180), og er haft í mörgum samsettum nöfnum, bæði
sem forliðr og viðliðr. Auk þess eru leidd af þessum stofni
karimannsnafnið Halli og kvenmannsnafnið Halla, og af þeim
aptr mynduð samsettu nöfnin f>órhalli og þórhalla. Mörg nöfn
af stofni þessum eru enn tíðkanleg, og sum meðal hinna
algeng-ari, t. d. karlmannanöfnin Halldór og Hallgrímr, og
kvenmanna-nöfnin Halldóra og Hallfríðr, en fleiri eru samt lítt tíðkuð, þótt
þau finnist hér og hvar.

51. Har-, her-. pessi orðstofn er einn meðal þeirra, sem
tíðastir eru í samsettum nöfnum, og hefir hann frá alda-öðli
verið hafðr til nafnmyndunar meðal allra germanskra þjóða.
J>að er stofninn í sagnorðinu »herja« og nafnorðinu »herr« =
herlið, á gotn. harjis, á fþ. hari, og á fe. here1). Stofn þessi
tekr ýmsum breytingum í máli voru, þegar hann kemr saman

1 Nafnið «Heri« í Hálfs sögu (Fas. II. og Fær.) virðisl vera dregið
beint af stofninum, og táknar hermann (sbr. fd. Heri, fþ. Herio
0. N.), því að bitt er ólíklegt, að göfgir menn í fornöld hafi borið
nafn hérans, sem er allra dj’ra hræddastr. [það gæti þó eins velhafa
átt sér stað. F. J.], Sbr. einheri í Lokasennu 60. er. og fólksheitið
Harii (Herjar) hjá Tacitusi (Germ. 43. k.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0616.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free