- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
628

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

628

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

von er, því að svo ólíkar tungur eiga jafnan illa saman, en þó
má samsetningin verða íslenzkuleg, ef eigi er tekið annað úr
út-lenzku nðfnunum en samstafan Jó-, sem getr eins vel verið
is-lenzk.

79. Karl er fornt nafn og víðfrægt og altítt meðal allra
germanskra þjóða, en virðist í fyrstunni hafa verið tíðkanlegast
hjá í>jóðverjum. |>ó var það líka snemma tiðkað hér á
Norðrlönd-um, en finst samt fremr sjaldan í fornsögum, og sýnist helzt
hafa átt heima hjá Gautum (og Svíum), enda varð það síðan
mjög algengt í Svíaríki, eins og kunnugt er. £>ó að það sé
varla annað en tilbúningr Jóhannesar Magni, hins síðasta
ka-þólska erkibiskups að Uppsölum, er ritaði mjög ýkta sögu
Svía-konunga, að það hafi í heiðni verið 6 Svíakonungar með
Karls-nafni, þá bendir þó ýmislegt á, að nafnið hafi gengið í ætt
kon-unga og jarla á Gautlandi, þvi að auk þess sem Saxi nefnir
Karl jarl á Gautlandi samtíða Fróða (V.) Danakonungi, þá er
Karl Svíakonungr nefndr í rímum af Hjálmari og Grími, og Karl
er talinn með sænskum köppum í Brávalla-bardaga, og svo er
sagt frá því í írskum ritum (sjá Steenstrup: Norm. III. 161) að
í Brjánsbardaga (1014) hafi verið konungsson frá Norðrlöndum
(Lochlann), Karl (Carlus, Ciarlus, Caralus) að nafni (sonr
Ei-ríks og bróðir Önundar eptir Munch: N. F. H. I. 2., 647. bls.),
og eru meiri líkindi til, að hann hafi verið frá Svíaríki, en frá
Noregi eða Danmörku. Ennfremr nefnir Njála (29. kap.) Vandil
og Karl, víkingahöfðingja »úr Gautlandi austan«, er féllu í
or-ustu við Gunnar á Hlíðarenda ura 973, og seinna nefnir sama
saga «Sörkvi karl«, er forkell hákr hafi farið til lags með í
Sviþjóð, og er það merkilegt, því að seinna kemr Karls-nafnið
fram i konungsætt þeirri, er komin var frá Sörlcvi Kolssyni
(Svíakonungi 1132—1J 56). Karl er líka nefndr meðal helztu
Væringja í Garðaríki 907 og 911 (hjá Nestori), og á 12. öld fer
nafnið að verða algengt meðal höfðingja í Svíaríki (Karl jarl
Sóna-son á Gautlandi snemma á 12. öld, Karl (VII.) Sörkvisson
Svía-konungr 1161—1167 og Karl Sörkvisson, mágr Sverris
Noregs-konungs, Fms. VIII. 365)Hér á landi finst Karls-nafn á

1 írskar árbækr nefna »Carlus« Ólafs son (hins hvíta), er falliö bafi
867, og er það vottr þess, að nafnið hafi gengið meðal upplenzkra
höfðingja (ef hér er ekki ritvilla fyrir Catillus = Ketill). það finst
líka snemma hér og hvar norðr í Noregi (Karl í Bjarkey Ln. III-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0638.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free