- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
634

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

634

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

Iugileif og Sigrleif, sem mega þó ekki mjög algeng heita. Svo
hefir -leifr breytzt í -láfr (-lafr) í hinu algenga nafni (Óláfr
=) Ölafr, upphaflega Áleifr, Óleifr (hjá Svíum og Dönum Ólúfr,
seinna Olof, Oluf), og viðliðrinn -lífr í Eilífr er einnig af sama
stofni, enda virðast Svíar (en ekki Danir) hafa borið þetta nafn
fram Eláfr, seinna Elof. Hjá Forn-Englum voru nöfn þessi
rituð Anláf, £>urláf, Egláf (Eiláf = Eilífr) o. s. frv., enda
sam-svaraði viðliðrinn -láf hjá þeim -leifr hjá oss. Alkunnug er
sagan um það, hvernig fóstbróðir Ingólfs landnámsmanns
Arnar-sonar fekk Hjörleifs-nafnið. Hann hét í fyrstu Leifr, en er hann
var í hernaði á írlandi, fann hann »jarðhús mikit, þar gekk
haun í, ok var myrkt, þar til er lýsti af vápni því, er maðr helt
á; Leifr drap þann mann ok tók sverðit ok mikit fé annat,
síðan var hann kallaðr Hjörleifr« (Ln. I. 5) fessi saga sýnir,
hvernig samsett mannanöfn hafa stundum komið upp, og er að
því leyti merkileg, en þó hefir Hjörleifs-nafnið verið til löngu
fyrir íslands byggingu (Hjörleifr Hörða-konungr hinn kvensami
Ln. II. 19).

87. Leikr finst varla sem mannsnafn út af fyrir sig (sbr.
þó n. Leik (BSt.) og d. Leiki (Leko), fþ. Laico 0. N.), en er
haft fyrir viðlið í nokkrum samsettum nöfnum, en sjaldséð í
forlið. (Ji>ótt kvenmannsnafnið Leikný (Lecný) finnist (Ln. III.
18), þá kann því að vera vildð úr ónorrænu nafni, því að kona
sú, er þetta nafn bar (móðir Finna f>orgeirssonar
Ljósvetninga-goða), er sögð «útlendí)1). Orðið leilcr er algengt og táknar
at-höfnina að leika, svo að Asleikr þýðir þá leik Ásanna,
Gunn-leikr leik orustunnar o. s. frv. En það er athugavert við þessi
nöfn, að tvíhljóðrinn »ei« breytist opt í »á« á sama hátt sem
tekið var fram um samstöfuna leif í nafninu Oleifr = Óláfr.
|>annig er Áslákr miklu algengara en Ásleikr. og eins er
por-lákr algengara en forleikr, en hvorttveggja er sama nafn að
uppruna. Nú eru þessi nöfn flest lögð niðr, nema ísleikr, sem er
fá-nefnt, og porlákr. sem heita má algengt nafn, þótt það sé ekki eins
algengt og líklegt væri, þar sem helgr maðr hér á landi bar það
nafn, (þorlákr Skálholtsbiskup 1178 — 1193), en nöfn dýrðlinga

1 Aimars hittast einstök nöfn sem byrja á Leik- hjá Dönum og
Sví-um (Likviðr Dietr., Munch: N. F. H.; Laikfruðr, Lilj. 1429, d:
Leik-viðr og Leikfröðr, sbr. og Leiknir Lilj. 1570; Eyrb. 25.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0644.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free